Sjálfstæðisflokkur málar sig út í horn.

Bjarni: Eigum aðra kosti
Innlent | mbl.is | 9.1.2010 | 11:18
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á... Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að Íslendingar eigi ekki annan kost en að samþykkja Icesavelögin. Að sjálfsögðu á þjóðin það í þeirri sterku lagalegu stöðu sem Íslendingar eru í. Það stenst ekki skoðun að hér fari allt á hliðina ef lögin fái ekki framgang.
Lesa meira

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftir þennan lestur á ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins er ljóst að hann stefnir að endalausri þrætu um málið - án þess að stefna að nokkurri lausn fyrir þjóðina. 

Í hans augum snýst málið eingöngu um að þyrla upp moldviðri í þeirri von að ríkisstjórnin falli. Skoðanakannanir sýna að málflutningur stjórnarandstöðunnar hlýtur ekki stuðning kjósenda.

Ríkisstjórnin heldur meirihluta .

Barátta stjórnarandstöðunnar hefur beðið skipbrot. 

Nú er ekkert annað en að þjóðin samþykki ICESAVE samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu og ljúki þessu hörmungarmáli Sjálfstæðisflokksins.

Næsta mál er skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis. Hún verður birt eftir fáeina daga. 

Sjálfstæðisflokki verða engin grið gefin...við niðurstöðu hennar.  Þeir hafa málað sig út í horn.


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku kallinn minn.

Hvorki Ices(l)ave né ESB verða samþykkkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Lærðu að sætta þig við það !

btg (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 12:24

2 Smámynd: Sævar Helgason

btg!

Eigum við ekki að láta þjóðina svara þessu í kosningum ?

Við spyjum að leikslokum

Sævar Helgason, 9.1.2010 kl. 12:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert ekki með fullum fimm kallinn minn. Hjá þér er svart orðið hvítt og hvítt orðið svart og eplin orðin að appelsínum. Hvern andskotan kemur það siðgæði sjálfstæðisflokksins við þegar rætt er um hvort við eigum að fallast á kúgun og yfirgang?  Þið eruð farin að hljóma eins og vitfirrtur sértrúarsöfnuður. Þið viljið heldur steypa þjóðinni í ánauð en að viðurkenna að þið hafið haft rangt fyrir ykkur í þessu máli. Þið eruð tilbúin að berjast fyrir því að þjóðin verði hneppt í fjötra, svo þið þurfið ekki að éta ofan i ykkur hræðsluáróðurinn.  Hverra hagsmuna eruð þið að gæta?

60-70% þjóðarinnar eru ekki í sjálfstæðiflokknum. Ertu að ná því? Þetta er réttlætismál, sem á sér engin pólitísk landamæri. 

Þú ert nú meiri andskotans Quislingurinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2010 kl. 12:36

4 Smámynd: Brattur

Ég er sammála þér Sævar að þjóðin mun samþykkja Icesave lögin.

Allir flokkar og forsetinn líka hafa sagt bæði á innlendum vetfangi og erlendum að við munum standa við skuldbindingar okkar. Það er engin í þessum hópi að tala um að borga ekki... best væri ef við þyrftum ekki að borga... en það virðist ekki vera annað í spilunum en að gera samning... Nú ætlum við þjóðin að kjósa um Icesave lögin frá 30.desember. Niðurstaða þeirrar kosningar mun leiða okkur nær endalokunum í þessu máli hver sem hún verður...

Skondi að sjá nú að Sjálfstæðisflokkurinn treystir þjóðinni ekki lengur til að greiða atkvæði um þetta mál.

Brattur, 9.1.2010 kl. 12:43

5 Smámynd: Sævar Helgason

Jón Steinar !

Það eru skiptar skoðanir um ICESAVE málið. Nú fær þjóðin að segja sitt álit. Ekki stjórna ég því. Ég hef mína skoðun- þú þína.

Sævar Helgason, 9.1.2010 kl. 12:53

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

alveg merkilegt að heyra að menn séu hérna nóga ruglaðir að halda við getum borið fimmfalda Versalasamninga. Þjóðverjar eru ekki ennþá búnir að greiða Versalasamningin og það eru yfir 90 ár síðan skrifað var undir hann. ertu tilbúinn að setja framtíðar kynslóðir íslendinga í skuldafangelsi mörg hundruð ár fram í tíman? þú getur bera tekið þess skuld á þig persónulega. láttu mig og son minn í friði.

kallaru það siðferðislega skyldu að gera ísland að þrælasamfélagi fyrir evrópu? 

Fannar frá Rifi, 9.1.2010 kl. 13:02

7 Smámynd: Sævar Helgason

Fannar !

Við höfum sjálf komið okkur í þessa stöðu. Í upphafi hrunsins mismunuðum við innistæðueigendum bankanna eftir þjóðerni. Sami banki rekinn á sömu forsendum - greiddi Íslendingum  að fullu sína inneignir - en ætlaði að sleppa með að greiða fólkinu í Hollandi og Bretlandi.  Ef önnur þjóð hefði komið svona fram við okkur Íslendinga-hefði ég kallað það skítapakk.  

Sævar Helgason, 9.1.2010 kl. 13:30

8 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að koma ríkisstjórninni fra fyrir 1. febrúar til að stöðva birtingu á skyrslunni. Það er alveg ljóst.

Árni Björn Guðjónsson, 9.1.2010 kl. 13:54

9 identicon

Sævar,

Þegar ákveðið var að tryggja að fullu innstæður í bönkum á Íslandi var ekki verið að mismuna innstæðueigendum eftir þjóðerni, erlendur ríkisborgari fékk innstæður sínar tryggðar á nákvæmlega sama máta og Íslendingur - eina skilyrðið var að innstæðan væri í útibúi á Íslandi.  Þessi gjörningur var gerður til að verja bankakerfið á Íslandi, enda má leiða að því líkur að það hefði algjörleg hrunið ef slíkt hefði ekki verið gert.

Öll þau álit alþjóðastofnanna sem hafa fallið vegna þessa gjörnings hafa verið á þá leið að Íslenska ríkinu hafi verið heimilt að gera þetta, vissulega á væntanlega eftir að láta á neyðarlögin reyna fyrir íslenskum dómstólum - en ég hef ekki trú á öðru en að þau lög haldi.  Tryggingarsjóður innstæðueigenda hefur auk þess ekki verið notaður til að styðja við íslenska banka á Íslandi.

En eins og þú sagðir í svari, spyrjum að leiks lokum. 

Furðulegt finnst mér hinsvegar að ekki skuli meira hafa verið ritað (og talað) um þær ógnvænlegu skuldbindingar sem lagðar voru á hvert mannsbarn á Íslandi við það að tryggja innstæðurnar hérna að fullu og endurreisa peningamarkaðssjóðina.  Hver átti eiginlega alla þá fjármuni sem voru í þessum sjóðum og á þessum reikningum, og hverrar þjóðar voru þeir einstaklingar (og fyrirtæki) ?

Jon (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 14:19

10 Smámynd: Sævar Helgason

 Sæll Jón og þakka þér málefnanlegt innlegg.

"eina skilyrðið var að innstæðan væri í útibúi á Íslandi."

Þetta er einmitt mergurinn málsins-bara Íslandi. Samakonar útibú með sömu reglum - bara í öðru landi - skildi á milli.  Þessvegna Icesave. Ég hefði ekki tapað mínum eignum við það. En mjög auðugt fólk hérlendis hefði orðið minna auðugt.

Ég hafði talið að eftir að forsetinn tók völdin í sínar hendur þá gæti myndast þverpólitísk samstaða með erlendri aðstoð til nýrrar samningsgerðar við Hollendinga og Breta- okkur í hag.

Þessi ræða formanns Sjálfstæðisflokksins í gær - henti þeirri von út í hafsauga. 

kveðja.

Sævar Helgason, 9.1.2010 kl. 15:02

11 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er komið nýtt nafn á aðdáendur Ólafs Ragnar. Þeir eru núna réttnefndir Grislingar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.1.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband