Lán frá ASG tefjast enn vegna Icesave

Íslandslán ekki á dagskrá AGS
Innlent | mbl.is | 9.4.2010 | 6:33
ABC Nyheter 
segir að fulltrúar Breta, Hollendinga og... ABC Nyheter kveðst hafa fengið það staðfest í höfðustöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í Washington að afgreiðsla láns til Íslands sé alls ekki á dagskrá stjórnar AGS. Sagt er að Bretar, Hollendingar og fulltrúi Norðurlanda og Eystrasaltslanda krefjist þess að fyrst verði að semja um Icesave.
Lesa meira

------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta eru slæmar fréttir fyrir okkur Íslendinga. 

Icesave deilan er ennþá sá þröskuldur sem fyrr. Þetta eru mjög slæmar fréttir.

Endurreisn Íslands tefst um ófyrirsjánlegan tíma.

Atvinnuleysi eykst og lífskjör þjóðarinnar rýrna.

Þjóðaratkvæðagreiðslan með einu stóru NEI sem átti að breyta áliti heimsins okkur í vil, gagnvart kröfum Breta og Hollendinga vegna ICESAVE-lætur á sér standa.

Í raun er allt málið í helfrosti eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lítið heyrist frá Framsóknarflokki og undirdeild hans InDefence hópnum sem mikla ábyrgð bera á núverandi ástandi.

Forseti Íslands virðist horfinn og heimspressan hefur misst áhugann á okkur.

Við erum einagruð. 

 


mbl.is Íslandslán ekki á dagskrá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Þessi uppsetning á abc er að vísu ekkert vönduð en megininntakið, þ.e. ð lánamálið skuli klárað - það þarf ekkert að koma á óvart í sjálfu sér.

En nú byrjar enn ein snúningurinn hjá sumum isl.  Alveg:  Haa ? Þarf ísland að standa við sínar alþjóðlegu skuldbindingar !?  Og það vex risa goggur á andlit þeirra.  Alveg bara:  Haa ? Etc.

Þreytandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Þú ert enn við sama heygarðshornið Ómar. Er þér alveg fyrirmunað að skilja á milli Ice-Save og "alþjóðlegra skuldbindinga" íslenska ríkisins? Og hvað er þetta eiginlega með þetta "Alþjóðlegar skuldbindingar" ?

Þið sem styðjið þennan undirlægjuhátt núverandi ríkisstjórnar gagnvart bretum og hollendingum, hamrið stöðugt á þessum orðum. Í mínum huga er Ice-Save mál einkarekins banka sem fór á hausinn, en Alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins og stofnana þess allt annað mál og við þær skuldbindingar hefur verið staðið hingað til og stendur örugglega ekki til að breyta því.

Ég spyr þig enn og aftur. Hverjar eru hinar "Alþjóðlegu skuldbindingar" okkar í Ice-save málinu? Veit ekki betur en að "Alþjóða samfélagið" = Evrópukommúnan, sem ykkur er svo tíðrætt um, hafi bannað ríkisábyrgðir á svona innlánsreikninga, Það skekki nefnilega samkeppnisstöðu einstakra banka ef sumir hafa ríkisábyrgðir á bak við sig en aðrir ekki. Einfalt, ekki satt? Í guðs bænum hættu nú að tala um Ice-Save sem einhverja "Alþjóðlega skuldbindingu" mína og þína og annarra íslendinga sem enga ábyrgð báru á þessum reikningum sem bretar og hollendingar leyfðu íslenskum glæpamönnum að stofna til í ríkjum sínum. Þeim var í lófa lagið að stöðva það en græðgin bar þá ofurliði eins og aðra þá er hlut áttu að máli. Allir þeir sem lögðu fé sitt á þessa reikninga létu stjórnast af græðgi.  Og nú á svo að skella skuldinni á íslensku þjóðina, sem þú virðist styðja heilshugar. Hugsa, endurskoða, endurmeta.

Þegar eitthvað virðist vera of gott til að vera satt þarf að staldra við, það er nefnilega oftast svo. Það eru svik í tafli.

Viðar Friðgeirsson, 9.4.2010 kl. 14:04

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú !  Eg neyðist til að útskýra hér líka.  Ótrúlegur andsk. !!

Alþjóðlegar skuldbindingar ?

Duh,  það er búið að liggja fyrir í að verða tvö (2) ár hverjar umræddar alþjóðlegu skuldbindingar eru!  Aðeins !!

B&H lánuðu fyrir umræddum skuldbindingum, sem snúa að um 20.000 evrur per tryggðan reikning og Ísland bar ábyrgð á samkv. alþjóðasamningum.  Vakan ?  Kveikja á peru ?? 

Allt ofannefnt hafa ennfremur  stjórnvöld, hver sem þau hafa svo sem verið á hverjum tíma, og stofnanir er um slík mál helst sýsla ss. Seðló, margsamþykkt í orði og á undirrituðum plöggum.  Margsamþykt.  Og mælast slíkar samþykktir í tonnum og eru lagalega bindandi að þjóðarrétti.

Dómstóll ?! - búið að falla einn dómur.  Niðurstaðan einróma,  ótvíræð og aðeins ein:  Íslandi ber að greiða umrætt lágmark samkv. laga og regluverkum.  Period.

Sjallar viðurkenndu ekki dóminn og hlupu eithvað útí buskann og hafði enginn á öllu EES svæðinu séð menn hlaupa eins hratt frá staðreyndum - og varð brottlaupið frægt og komst í annála.

Varðandi þá speki að EESeða ESB  "banni ríkisábyrgðir á svona innlánsreikninga" - þá er svarið þar einfalt:  Bull !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2010 kl. 14:28

4 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Já takk fyrir þetta spekingur, en hér finnst mér fullmikið af órökstuddum fullyrðingum.

1. B&H lánuðu fyrir umræddum skuldbindingum.

Rangt, b&H ákváðu upp á sitt einsdæmi að tryggja allar innistæður og senda síðan Íslendingum reikninginn og kalla hann lán.

2. Allt ofannefnt hafa ennfremur  stjórnvöld, ......... o.sv. frv.

Rangt. Engar slíkar yfirlýsingar hvað svo sem einhverjum dettur í hug að kalla þær eru bindandi fyrr en þær hafa verið samþykktar á Alþingi (eða þjóðaratkvæðagreiðslu) Það getur ekki hver sem er skuldbundið heila þjóð, ekki einu sinni Seðló sem þú nefnir. Skiptir engu hvað þeir bulla í ráðuneytum og stofnunum. Allt bara snakk um ekki neitt þangað til Alþingi samþykkir og forseti staðfestir.

3. Dómstóll ?! - búið að falla einn dómur.

Hvaða dómstóll? Hvaða dómur? Breta? Hollendinga?

4. Sjallar viðurkenndu ekki dóminn, o.sv.frv.

Veit ekki hvert þú ert að fara núna en virðist bara enn ein fullyrðing án þess að ég skilji hvað þú ert að meina. Eigum við kanski einhverja efnilega spretthlaupara þarna? Þarf að skoða nánar.

5. Varðandi þá speki að EESeða ESB  "banni ríkisábyrgðir á svona innlánsreikninga"

Enn ein fullyrðingin og nú með hroka. Hefur þú kynnt þér regluverkið um fjármálastarfsemi innan Evrópubandalagsins? Kynntu þér það áður en þú afgreiðir það með einu orði sem felur í sér jafn mikinn hroka og þú sýnir hér eða "Bull"

Regluverkið reyndist að vísu vera algjört "Bull" þegar upp var staðið og var aldrei ætlað að takast á við algjört hrun, enda bara hugsað til að takast á við smærri einangruð tilfelli eða að einn banki færi í þrot. Skora á þig að pæla í gegnum bálkinn og skoða síðan hvernig á að heimfæra ríkisábyrgð.

Mér finnst það undarlegt að venjulegur jón eins og þú virðist vera, skuli vera sammála því að fjármálastofnanir og fjárglæframenn um alla Evrópu og jafnvel um heim allan geti bara gamblað með almanna fé og hirt gróðann en sent okkur svo reikninginn ef illa fer. Er það ekki boðskapurinn í þínum málflutningi?

Eða ertu einfaldlega svo yfirmáta elskuleg og góð sál að þér finnist að við eigum bara að hjálpa glæpamönnunum þegar þeim hefur orðið á og tapað peningum sem þeir áttu ekki einu sinni í upphafi heldur stálu þeim frá okkur til að gambla með?

Ég er ekki með þér þar ef svo er. Vonandi gengur þér vel í herferð þinni fyrir breta og hollendinga og fjárglæframenn víða um heim.

Viðar Friðgeirsson, 9.4.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband