Blairismi ríkisstjórnarinnar gagnvart velferðinni.

Velferðarþjónustan skorin niður
Innlent | mbl.is | 14.5.2010 | 19:06

Árni Páll Árnason ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir óhjákvæmilegt að fækka starsfmönnum í velferðarkerfinu og skera niður í almannatryggingakerfinu til að ná fram þeirri 40 milljarða króna hagræðingu í ríkisrekstrinum sem nauðsynleg sé. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Lesa meira

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Já enn skal höggva.

Við myndun núverandi ríkisstjórnar var fyrsta verk félagsmálaráðherra í starfi að skera niður kjör aldraða og öryrkja-myndarlega.

Og ennþá skal hoggið í sama knérunn.

Við setningu neyðarlaganna í upphafi hrunsins var hundruðum milljarða ísl kr. dælt inn á sparireikningana í bönkunum-sparifé landsmanna til verndar-frá skattgreiðendum

Síðan kom í ljós að fáein prósent sparifjáreigenda áttu meira en 90% af fjármagninu. Ekkert hefur verið hreyft við þessu fjármagni sem skattgreiðendur eru enn að verðbæta-aldraðir sem öryrkjar.

Og ennþá skal skera niður kjör aldraða og öryrkja.  Ekkert fjármagn er sótt til auðmanna með sparifé uppá þúsundir milljarða. 

Þessi ríkisstjórn er engin vinstristjórn í hinum venjulega skilningi hugtaksins.

Hún er miklu nær Blairsmanum - nýfrjálshyggjunni.

Þar er kenningin sú að vernda skuli auðmenn og hygla þeim í þeirri von að fáeinir brauðmolar falli af veisluborði þeirra niður til smælingjanna og haldi í þeim líftórunni.

 


mbl.is Velferðarþjónustan skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Polli

Ríkisstjórnin segist þurfa að skera niður í velferðarkerfinu. Það skilja svo sem allir, nema þeir sem hata ríkisstjórnina, en það eru mest kjánar svo hugur þeirra skiptir engu máli. Svo þarf líka að ná í rassgatið á þeim þúsundum Íslendinga sem svindla á velferðarkerfinu. Margir milljarðar þar í húfi. Bara í minni litlu götu veit ég um 6 einstaklinga sem eru að svindla. Öryrkjar í svartri vinnu, sambúðarfólk skráð á sitthvort heimilisfangið ..................

Polli, 14.5.2010 kl. 21:31

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Okkur vantar pening. Hvar á að skera niður í staðinn? Eða hvaða skattar eiga að hækka?

Sleggjan og Hvellurinn, 14.5.2010 kl. 21:49

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hvar eru Icesave peningarnir sem að menn Landsbankans rændu spyr ég bara... Margir milljarðar... Það bólar ekki á að sá banki verði látin sæta ábyrgð á gjörðum sínum, nei það er sótt í vasa lítilmangans til að borga þeirra rán og einnig til að geta hampað þjófunum með því að geta tryggt ríkisábyrgð á áframhaldandi þjófnað liggur við að maður segi.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.5.2010 kl. 22:56

4 Smámynd: Polli

Slitanefnd Landsbankans er næst í röðinni með sínar ákærur. Málefni Kaupþings og Glitnis eru komin í ágætan farveg. Ég spái því að við heyrum meira af málefnum Landsbankans eftir helgina. Þar mun af ýmsu djúsi að taka.

Polli, 14.5.2010 kl. 23:07

5 identicon

Eins og staðan er i dag þá er ríkið rekið með tæplega 100 milljarða halla, sem er fjármagnaður af AGS. Ég er alveg sammála þér að við eigum að sparka AGS í burtu, og þess vegna eigum við að reyna að reka ríkið með hagnaði. Þetta krefst annað hvort 25% niðurskurð á öll útgjöld ríkissins, eða um 33% aukna gjalda og skattlagningu. En já burt með AGS, og þess vegna þarf að reka ríkið með hagnaði sem fyrst!! Viljum við virkilega vera háð ölmusu frá AGS? Nei, við þurfum að endurheimta sjálfstæðið landsins, og það verður aðeins gert með því að endurheimta fjárhagslegt sjálfstæði fyrst!

Hvað varðar Icesave, þá er peningum frá skilnefnd Landsbankans víst ætlað að borga upp tap sparifjáreigenda í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt frumvarpinu sem var samþykkt á Alþingi seinasta haust. Því miður þá hefur ríkið þegar lofað að borga þá til baka. Við fengum ekki að kjósa um það, rétt eins og við fáum líklega ekki að kjósa um ESB.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband