Mótmælaalda í uppsiglingu

Girðing um Alþingishúsið
Innlent | mbl.is | 4.10.2010 | 17:51

Álgirðing hefur verið sett umhverfis Alþingishúsið. Álgirðing hefur verið sett umhverfis Alþingishúsið en búist er við fjölmennum mótmælum á Austurvelli í kvöld þegar umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram.
Lesa meira

Nú er Alþingi farið að bera svipmót af Litla Hrauni. Þar eru skaðlegir menn lokaðir inni og öflug ókleif girðing umhverfis.

Nú er að sjóða uppúr í þjóðfélaginu. Bankarnir og auðmenn eru ríki í ríkinu. Milljarða afskriftir skulda til handa auðmönnum á meðan heimili fólksins eru miskunnarlaust sett í nauðungarsölu . Gríðarlegur ójöfnuður er staðreynd. Matarskortur hrjáir mörg heimilin og börnin líða. Í okkar litla samfélagi getur svona ranglæti ekki þrifist. Stjórnvöld hafa þverskallast við að taka á vandanum. Nú er komið nóg . Fólkið rís upp og nú verður fjölmennt á Austurvöll og mótmælt -hávært-undir stefnuræðu forsætisráðherra. Gera má ráðfyrir að mótmælin stigmagnist - þar til úrlausn fyrir fólkið ´nær fram að ganga.... Hvað þarf mikið til ????

 


mbl.is Girðing um Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þarf mikið til?

Jú, sá tími er liðinn að þú byðjir bæjarstjórann um breytingar, þú þarft að breyta sjálfur. Ég spái því að kerfið verði áfram plástrað með hag auðvaldsins í huga þar til að við förum inn í bankana, alþingi o.fl. og byltum kerfinu sjálf á okkar forsendum. Verði það ekki gert, mun fara eins fyrir þessum mótmælum og fór fyrir búsáhalda"byltingunni"

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 23:05

2 identicon

lýðræði er þegar fólkið  í landina tekur stóru ákvarðanirnar eins og um icesave málið

hver skal borga sitt  og samningar skulu standa þegar ólöglegt er tekið burt ekki að  reikna allt upp á nýtt það þíðir að bankastjórar eru bara skúringakellingar ekkert að mark hvað þeir semja umm....

bpm (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband