Reynslumiklir lögmenn segja JÁ við Icesave

Innlent | mbl.is | 16.3.2011 | 17:19
 Átta nafngreindir lögmenn hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni, að greiða atkvæði með lögum um Icesave-samningana í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl nk.
Lesa meira

Nú er þjóðin að fara að taka afstöðu varðandi Icesave samningana sem liggja nú fyrir til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er leiðindamál og klúður hið mesta.

Klúðrið átti sér stað í októberbyrjun við hrunið árið 2008. Við tryggðum allar innistæður í íslenskum bönkum með neyðarlögunum.

En við ætluðum að komast hjá að tryggja innistæður í íslenskum útibúum í Hollandi og Bretlandi á svokölluðum Icesave reikningum Landsbankans. Bretar og Hollendingar ásamt þjóðríkjum Evrópu gerðu okkur ljóst að þessi háttsemi okkar yrði ekki liðin-Icesave klúðrið varð til.

Við fellumst á að semja um málið -greiða lágmarks innistæðutryggingu 21.000 evrur/reikning. Síðan hafa langvarandi sameiningaviðræður verið um vexti og önnur kjör.

Nú liggur fyrir ásættanlegur samningur sem lokaþáttur í samningaferlinu. Lengra verður ekki komist. Verði þessi samningur felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni-tekur dómstólaleiðin við. Sú leið er talin bæði tafsöm og mikil óvissa um niðurstöðu. Hún gæti leitt til þjóðargjaldþrots að mati hinna færustu þekkingaraðila-erlendra sem innlendra.

Þessi langvarandi dráttur á lausn þessa mál hefur skaðað okkur mikið. Atvinnuleysi er mikið . Fjármunir til framkvæmda fást ekki erlendis frá. Við erum einangruð.

 Gjaldeyrishöft ríkja.   Nú er mál að linni.

Kjósum og segjum JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslunni þ. 9. apríl n.k.


mbl.is Lýsa stuðningi við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mér dettur einna helst í hug að spyrja hvað álit þeirra og rökstuðningur hafi kostað??? Skylst að það greiði enginn maður með viti atkvæði með þessum ó-lögum...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.3.2011 kl. 19:32

2 identicon

Það er einmitt af því að það voru NEYÐARLÖG sem sett voru að allir, jafnvel ESA (eftirlitsstofnum Efta), viðurkenna að það var neyðarréttur að tryggja innistæður bara á Íslandi en ekki annars staðar.Því var ekki um mismunun að ræða. Ef eitthvað festir gjaldeyrishöftin í langa framtíð þá er það Icesavesamningurinn því það fer allur gjaldeyrir í þær greiðslur.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 19:47

3 Smámynd: Sævar Helgason

Sveinn

Þegar við tryggðum allar innistæður í íslenzkum bönkum við bankahrunið en ætluðum að koma okkur undan að standa við innlánsreikninga í íslenzkum útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi var okkur gerð full grein fyrir ábyrgðum okkar. Við kæmumst ekki upp með að mismuna innistæðueigendum hins íslenzka banka eftir þjóðernum. Frá þessum vanda komumst við ekki án samninga við þessar þjóðir. Nú liggur samningur fyrir sem er hagstæður. Annars dómsmál sem er gríðarleg áhætta. Það er ódýrast að segja JÁ þann 9 .apríl.

Sævar Helgason, 16.3.2011 kl. 21:57

4 identicon

Er það ekki makalaust að enginn þessara lögvísu manna lyftir litlaputta til bjargar þjóð sinni, frá klóm þjóðníðinganna og bankaræningjanna á þeirri ögur stundu þegar þjóðin þarfnaðist þeirra mest við að klófesta þá og endurheimta þýfið.

Heldur rís nú upp skari þeirra, og vill að þjóðin segi sig frá heiðarlegum réttarhöldum til að fá úr skorið um sök sína og ófæddra barna sinna.

Svei þessum lítilmennum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband