Langisjór friðlýstur

"Umhverfisráðuneytið hefur gefið út reglugerð til staðfestingar á stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, sem felur í sér friðlýsingu Langasjós, hluta Eldgjár og nágrennis."


Frá Langasjó

Frá Langasjó 

Friðun Langasjávar er mikið fagnaðar efni. Langisjór er í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli og liggur með norðaustur-suðvesturstefnu skammt sunnan Vatnajökuls.

Náttúrufegurð þarna er einstök. Fagurblátt vatnið með hin litskrúðugu Fögrufjöll við endilanga austurhlið vatnsins.

Þetta umhverfi er einstakt til útivistar á öræfum í óspilltri náttúru. Hugmyndir voru upp um að gera Langasjó að uppistöðulóni fyrir virkjanir á Tungnársvæðinu. Það hefði þýtt að yfirborð vatnsins hefði hækkað um tugi metra og breyst úr hinu fagurbláa háfjallavatni í brúnleita jökulvatnsdrullu. Langisjór hefði verið eyðilagður og allt hans umhverfi. 

Nú hefur þessi öræfaparadís verið friðuð og sett undir Vatnajökulsþjóðgarð.  Það er mikið fagnaðarefni

 

 


mbl.is Langisjór friðlýstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband