Að nýta landið og miðin þegar að kreppir

Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum
Gylfi Arnbjörnsson. „Það skiptir mjög miklu að koma í veg fyrir að fólkið missi húsin sín. Stefnan er að fólk verði aðstoðað við að vera áfram í íbúðum sínum í stað þess að ýta því út úr þeim, eins og t.d. hefur verið gert í Bandaríkjunum," segir Gylfi Arnbjörnsson, nýkjörinn forseti ASÍ.
Lesa meira

Er þetta ekki fulldjúpt í árina tekið - að líkja væntanlegri stöðu við móðuharðindin ? Þá fór bjargvegur fólks til matvælaöflunar í rúst í stórum landshlutum .

Búsmali féll í hrönnum og algjör bjargarskortur varð um stóran hluta landsins. Fólk hafði það sem sjórinn gaf. Samskipti við útlönd lítil utan vor og haustskipa.

Nú er öldin önnur. Sveitir landsins eru í fullri framleiðslu og hægt að stórauka hana. Sjávarútvegur sá tæknivæddasti í heimi. Ofgnótt bestu húskynna í víðri veröld.

Samskipti við útlönd ,bæði með flugi ,skipum og nettengingum eins og best gerist í veröldinni. menntunarstig þjóðarinnar mjög hátt. 

Það sem okkur vantar eru peningar og fyrst og fremst gjaldeyrir til kaupa á innfluttum nauðsynjum.

Auðvitað verðum við að draga saman í eyðslu og spara duglega. Og leggja alla áherslu á framleiðslu til útflutnings .

Leggja ekki aðaláhersluna á stóriðju sem krefst gríðarlegrar skuldsetninga- heldur vinnu sem gefur mikið en þarf litla skuldsetningu. Og nýta orkuna til smárra en margra iðnfyritækja á útflutningsvörum..

Þar kemur frekari vinnsla á sjávarafurðum sterkast inn. Leggja kvótakerfið af í núverandi mynd og dreifa aflaheimildum um landið - það skapar mikla vinnu-við lágan framleiðslukostnað en mikil útflutningsverðmæti.... tækifærin eru fyrir hendi,, bara nýta þau. Og burt með móðuharðindi hugans


mbl.is Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vel skrifað og ég hef litlu við að bæta. Kannski helst því að mér finnast þessi ummæli Gylfa móðgun við forfeður okkar sem þurftu að horfa upp á menn og skepnur hrynja niður úr hor og brennisteinsmengun.

Villi Asgeirsson, 1.11.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Tengdafaðir minn er 95 ára og við furðu góða heilsu.  Keyrir enn bíl og er fullfær um að halda uppi vitrænum samræðum.  Hann þekkir tímana tvenna.  Gerði út bát.  Réri til fiskjar við aðstæður sem enginn léti bjóða sér í dag.  Sigldi sikk sakk innan um tundurdufl í seinni heimsstyrjöld.  Getur þakkað þýskum flugmanni fyrir lífið því hann gaf vink með vængjum í stað þess að skjóta. 

Það voru verri tímar en við erum að upplifa í dag.  miklu verri.

Tryggvi L. Skjaldarson, 2.11.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband