Fjöldahandtökuskipanir í kjölfar bankahrunsins

Frétt af mbl.is

Milljarðalán án áhættu
Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún. Útvaldir viðskiptavinir Kaupþings, þar á meðal Ólafur Ólafsson, annar stærsti eigandi bankans, fengu milljarða króna að láni til að gera samninga sem þeir gátu ekki tapað á.
Lesa meira

 Nú stendur sýslumaðurinn í Selfossi í fyrstu fjöldahandtökunum sem tengjast bankahruninu á Íslandi. 340 Íslendingar til heimilis á Suðurlandi eru á handtökulistanum.

Ákærurnar eru vegna áranguslaus fjárnáms hjá viðkomandi. 

Ekki er þetta fólk nú fyrrum útrásarbankamenn eða þeirra stærstu viðskiptavinir- þetta fólk telst til almennings- sem væntanlega hefur komist í greiðsluþrot til þessara fv.einkabanka. 

Lög skulu gilda í landinu.  En réttlætiskennd er misboðið hjá fólkinu í landinu. 

Ekki einn einasti þeirra sem höfuðábyrgð bera á efnahagshruni Íslands er þessa heiður aðnjótandi að lögreglan sjái ástæðu til  að hýsa þá - meðan stórfelld vafasöm viðskipti þeirra eru rannsökuð. 

Viðskiptamódel Ólafs Ólafssonar,Sigurðar Einarssonar og sheiksin frá Qatar er í meira lagi grunsamlegt . 

Þeim eru lánaðir tugir milljarða kr.  , án heimilda, án veðtrygginga út úr Kaupþingi til einkabraks- til stórfelldar eignatilfærslu í þeirra eigin vasa- á síðustu dögum fyrir hrun.

Hluthafar Kaupþings borga tapið .þ.á.m  gamla fólkið á Íslandi með tapi á lífeyrisfjármunum sínum. Og auðvitað fór gerningurinn um skattaparadís á Jómfrúeyjum. 

Tap hluthafa Kaupþings m.a lífeyrissjóaðanna er áætlað 37,5 milljarða kr. Grunur er um stórfelldan þjófnað þessara ofangreindu manna. 

Þess er krafist að þeir verði handteknir nú þegar og verði í gæslu það til öll þeirra mál verða upplýst , af saksóknara.  Yfirvöldum ber að forgangsraða málum með tilliti til mikilvægis og stærðar og byrja hjá þeim stóru... 

Síðan mætum við , almenningur á Austurvöll í dag þ. 20 . janúar  2009 og fögnum endurkomu alþingismanna og kvenna til starfa að nýju eftir mánaðarlangt jólaleyfi-- og klöppum rækilega fyrir framtakinu.

Ríkisstjórn Íslands segi afsér hið fyrsta og kosningar í vor


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er við sýslumann að sakast? Sýslumenn setja ekki lög en þeirra hlutverk er að fylgja þeim eftir. Á meðan ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar hafa meiri áhuga á að berjast fyrir aðildarumsókn í ESB en að taka á vanda fjölskyldna mun fjárnámum fjölga með öllum þeim afleiðingum og kostnaði sem því fylgir.

Árni Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband