Sægreifarnir og Morgunblaðið

Kvótakerfi ekki umbylt
Innlent | Morgunblaðið | 6.5.2009 | 5:30
Mynd 167159 Þrátt fyrir að báðir stjórnarflokkarnir séu með svonefnda fyrningarleið á stefnuskrá sinni ætla Vinstri græn og Samfylkingin ekki að ráðast í róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á næstunni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Lesa meira

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Morgunblaðið er nú að mestu í eigu sægreifanna sem hafa náð undir sig einokun á fiskveiðum í landhelgi Íslands.

Blaðið var keypt fyrir nokkru af nýju ríkisbönkunum  með 3,5 milljarða skuldaafslætti sem skattgreiðendur síðan greiða. . 

Mikið vald fylgir því að eiga stóran fjölmiðil og ekki ónýtt þegar verja þarf hagsmuni viðkomandi.  Allt þetta má sjá í Morgunblaðinu í dag þ. 6.maí 2009. 

Stór forsíðufyrirsögn " Kvótakerfi ekki umbylt " og síðan á innsíðum eru uppbyggilegar greinar til stuðnings núverandi kvótakerfi.

Allt frá því núverandi fisveiðikerfi var komið á með því að gefa fáeinum útvöldum einkaaðgang að Íslandsmiðum til nýtingar á auðlindinni - hafa staðið harðar deilur meðal þjóðarinnar um málið.  Framsal á veiðiheimildum sem lögfest var uppúr 1990 er nú talið upphafið að því efnahagshruni sem þjóðin öll sýpur nú seyðið af .

Báðir stjórnarflokkarnir hafa á sínum stefnuskrám að umbylta þessu kvótakerfi og þá með þeirri grunnáherslu að auðlindin sé og verði ávallt eign þjóðarinnar.

Sérhagsmunaklíkurnar í LÍÚ eru þessu andsnúnar. Þessir sérhagsmunir sægreifanna eru ein stóra ástæða þess harða áróðurs sem haldið er uppi gagnvart aðild Íslands að ESB- sérhagsmunir ofar þjóðarhagsmunum er þeirra baráttumál.

Stjórnarflokkarnir hafa lagt til fyrningaleið til að endurheimta kvótann aftur til þjóðarinnar- 5% /ári í 20 ár. Sá kvóti færi síðan á leigumarkað sem opinn væri öllum . Þessu berjast sérhagsmuna-sægreifarnir gegn og hafa keypt sér stóran og öflugan fjölmiðil , Morgunblaðið í stríðið gegn almenningi - þjóðinni.

Við sjáum eina orrustuna háða á síðum Moggans í dag....

Nú er það svo að sjávarútvegurinn er yfirveðsettur í kjölfar bankahrunsins . Talið er að skuldirnar nemi um þriggja ára brúttóafrakstri fiskveiðanna . Skuldir þessar eru að mikluleiti til komnar vegna innbyrðis kvótakaupa útgerðanna.

Hæst fór verðlag kvótans í 4500 kr/kg af óveiddum fiski. Þetta verðlögðu þeir sjálfir og tóku lán fyrir. Nú eru þessar aflaheimildir að mestu í eigu ríkisbankanna og erlendra banka sem veð.  

Ýmislegt bendir til að varlega verði farið í að innheimta kvótann í núverandi efnahagsástandi af hálfu ríkisstjórnarinnar- byrjað verði á að  kvóti útgerða  sem fara á hausinn  renni til þjóðarinnar og síðar verði 5 % reglunni beitt- sem sé milduð aðferð.

 


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband