Hinn slæmi arfur Sjálfstæðisflokks með ívafi Framsóknar

Frétt af mbl.is

Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Innlent | mbl.is | 18.10.2009 | 9:31
Mynd 503132 Ríkisstjórnin mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins funda í hádeginu í dag. Tilefnið er sú niðurstaða sem fengin er í Icesave-viðræðum íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvald. Í framhaldinu munu stjórnarflokkarnir halda þingflokksfundi áður en boðaður fundur í fjárlaganefnd hefst kl. 14.
Lesa meira

-------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nú eru 11 mánuðir liðnir síðan Davíð Oddsson,seðlabankastjóri og Árni Matthiesen, fjármálaráðherra undirrituðu skuldbindingu Íslands á ICESAVE reikningi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi  fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.

Núverandi ríkisstjórn tók við þessum slæma kaleik .

Í vor náði ríkisstjórnin fram hagstæðari vaxtakjörum en þeir félagar Davíð Oddsson og Árni Mathiessen höfðu náð fram.

Ljóst var orðið að allar lánalínur erlendis frá til Íslands yrðu lokaðar þar til samkomulag um ICESAVE skuldir Íslendinga væri í höfn.

Alþjóðasamfélagið krafðist þess að Íslendingar stæðu við skuldir sínar.

En alþingi féllst ekki á ríkisábyrgð fyrr en verulegir fyrirvarar á greiðslu væru settir inn í samninginn.

Það tók allt sumarið að þæfa þeim inn.

En Bretar og Hollendingar hafa nú svarað fyrir sitt leiti þessum fyrirvörum og að mestu hafnað þeim ,efnislega.

Það er því orðið ljóst að besta lausn okkar Íslendinga var sú að ganga frá þeim samningi sem lá fyrir í vor. Þá værum við í miklu betri málum í dag bæði atvinnulega og fjármálalega.

Við erum komin í heilan hring með þennan kaleik og erum á sama stað og í vor að mestu leiti.

Ljóst má vera að þessi samningur er stórpólitísk milliríkjadeila og skiptir nákvæmlega engu máli hvaða ríkisstjórn ríkir á Íslandi- undan þessu ICESAVE klúðri sem samþykkt var þann 15 nóvember 2008 verður ekki vikist.

Klárum icesave málið núna og snúum okkur að uppbyggingu Íslands.

Næsta mál sem bíður er að fara að greiða 300 milljarða skuld vegna gjaldþrots Seðlabanka Íslands sem átti sér stað við hrunið 2008 - Frjálshyggja Sjálfstæðisflokks og Framskóknarflokks er orðin þessari þjóð dýrkeypt.

Afleiðingar einkavinavæðingar bankanna sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn stóðu fyrir er að sliga þessa þjóð...

 

 

 


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Allt satt og rétt Sævar.  Og taktu svo eftir viðbrögðum Sigmundar Davíðs, hann virðist ekki enn hafa áttað sig á deilunni eða þá að hann er vitandi vits að halda fram röngum fullyrðingum , RUV hefur eftir honum eftirfarandi: "Hann segir að það hafi verið slæmt að hafa ætlað sér að taka stórt lán fyrir Icesave en greiða síðan aðeins hluta til baka"

Staðreyndin er náttúrulega sú að við tókum ekkert lán! Hvurslags rugl er þetta og afbökun?  Bretar og Hollendingar greiddu þessi innlán út og eru að gera endurkröfu á íslenzka ríkið. Ég held að Framsóknarflokkurinn verði að fara í alvarlega naflaskoðun á hvernig pólitík þeir ætli að standa fyrir. Svona ábyrgðarlaust lýðskrum gengur ekki í þjóðina heldur gerir hana pirraða

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 12:53

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er ótrúleg samsuða upphrópana og slagorða sem þú stur fram í staðreynda stað.

Árni Mathiesen og Davíð Oddsson skrifuðu ekki upp á Icesave samning.

Þeir skrifuðu undir minnisblað (það þarf lög, ekki minnisblað, frá Alþingi skv. stjórnarskránni til að ákveða útgjöld) um að Ísland ætli sér að standa við lagalegar skuldbindingar sínar í málinu. Það er ekki það sem heilög Jóhanna og Steingrímur Júdas gerðu með undirskrift á sjálft samningsplaggið arfavitlausa sem ekki fer eftir gildandi lögum Íslands né heldur lögum EES/ESB og lagaskuldbindingum okkar þar.

Þvío má frekar segja að núverandfi ríkisstjórn hafi tekið við kaleik með bragðgóðum miði en þeim tókst að hella eitrinu út í hann og ætla nú að neyða þjóðina til að bergja á honum.

Vaxtakjörin eru enn þau sömu og kúgarar okkar buðu áður, en fer eftir vaxtaálagi sem hefur breyst í viðmiðinu. Viðmiðið lækkaði í millitíðinni sem skýrir lækkunina. Hún skýrist ekki af stórkostlegri samningatækni snillingsins Svavars.

Vissulega hefur þú rétt fyrir þér að við þurfum að hefja uppbyggingu Íslands. Ríkisstjórn heilagrar J'ohönnu hefur heykst á því allargötur frá því hún tók við í febrúar. Hún hefur staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til uppbyggingar, lagt stein í götu fjölskyldnanna í landinu með skattaáþján. Þannig ætlar hún að hengja þennan ólöglega skuldaklafa-myllustein um háls hvers einasta manns á Íslandi upp á 2-4.000.000, kr. . Sér er nú hver gæska þeirra ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.10.2009 kl. 13:51

3 identicon

Icesave reikningarnir eru alfarið í boði Sjálfstæðisflokksins!

Sjálfstæðisflokkurinn kom Íslandi á hausinn!

Hugmyndafræði Davíðs Oddssonar var að það þyrfti ekkert að borga.
Það væri hægt að láta bankana stela peningum af almenningi í Hollandi,
Bretlandi og þýskalandi og sleppa við að borga til baka.
Þessvegna lét hann þetta viðgangast.
Yfirmaður fjármála Íslands lét þjófana vinna óáreitta og hundsaði
viðvaranir erlendra lögregluyfirvalda.
Þetta er fínt "Business Case" eða  "Viðskiptatækifæri"!
Bankarnir stela fullt af peningum, fara síðan á hausinn og allar kröfur
fyrnast.
En áður en bankinn fer í gjaldþrot er búið að koma peningunum fyrir á
öruggum stað, hjá klíkunni á Íslandi.

Þann 7 okt. 2008 kemur Davíð Oddsson í drottningarviðtal hjá
ríkissjónvarpinu og lýsir því yfir að það þurfi ekkert að borga skuldir
bankana.
Eftir að hafa hlustað á viðtalið við forhertann "guðfaðir Íslands" gefur
ríkisstjórn Bretlands út skipun um að stöðva glæpastarfsemina og lætur
frysta eigur Íslendinga í Bretlandi.

Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtalsins við yfirmann
fjármála Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að ræningjarnir
ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi orð Davíðs Oddssonar birtust á fjarritum kauphalla um allan heim og
vöktu mikla athygli.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði Íslendinga að skrælingjum Evrópu, þjófapakki
sem stelur af borgurum nágrannaþjóðanna.

Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum tókst einnig að kollfella alla banka
Íslands á nokkrum dögum, gera Seðlabankann gjaldþrota og eyðileggja krónuna sem gjaldmiðil.
Lélegasti og óhæfasti seðlabankastjóri allra tíma samkvæmt samdóma áliti
erlendra sérfræðinga var eftir dúk og disk dreginn froðufellandi út úr
Seðlabankanum með töngum eins og skemmd tönn. Honum hafði þó áður tekist að hindra og tefja allar raunhæfar aðgerðir til endurreisnar þjóðfélagsins í marga mánuði.

Þýfi þjófaklíku Sjálfstæðisflokksins, Icesave reikningarnir voru komnir í
1400 milljarða ISK þegar starfsemin var stöðvuð.
Af sinni "tæru snilld" hafði Sjálfstæðisflokkurinn og "Guðfaðirinn" komið
því þannig fyrir að almenningur á Íslandi var ábyrgur fyrir skuldunum
.

Nú er komið að því að skila þýfinu, borga skuldirnar.
Þjóðir hins vestræna heims vilja ekki eiga viðskipti við okkur nema við
borgum skuldir okkar.
Það vill enginn eiga viðskipti við þjófa.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 44 þúsund atkvæði í síðustu kosningum.
Það eru þannig 44 þúsund þjófar á Íslandi, þeir sem styðja landráðamennina
í Sjálfstæðisflokknum.

Þetta fólk á að sækja til ábyrgðar og láta það borga skuldirnar.

Það á að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og jafna Sjálfstæðishúsið við
jörðu.
Á staðnum verði gerður minningarlundur og þar reist minnismerki um "Helför"
íslenska efnahagskerfisins.
Það verður að varðveita vitneskjuna um óhæfuverk Sjálfstæðisflokksins til
að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

RagnarA (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 14:19

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

RagnarA : Hver var ráðherra bankamála á Íslandi í tíð ríkisstjórnar Geirs H Haarde ? Nafn Samspillingarráðherrans Björgvins kemur nú í hug mér - er þá ekki bankahrunið Samspillingunni og kjósenda hennar að kenna samkvæmt „röksemdasnilld” inni ? Sömuleiðis hver var formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins sem átti að passa upp á bankakerfið í umboði þessa bankaráðherra ? Var það ekki annar Samspillingarmaður Jón Sigurðsson og fyrrum bankaráðherra ?

Var þetta ekki þá guðföður Samspillingarinnar að kenna, Jóni „allt fyrir ekkert” Baldvini sem kom okkur í EES ? Það er einmitt eftir regluverki frá EES/ESB sem bankakerfið starfaði eftir.

Ég vil hins vegar ekki nota slagorðagjálfur eins og þú temur þér og því segi ég ekki að þetta hafi verið þeim að kenna, eins og þú myndir augljóslega gera ef þú værir annars flokks en þeir. Ég vil að menn líti á það að það voru fjárglæframenn sem virðast hafa brotið lög til að blekkja Seðlabanka, Fjármálaeftirlit og ríkisstjórn sem fóru sínu fram og það fór illa. Það er ekki öðru í raun um að kenna en fjármálakerfi heimsins sem riðaði til falls, án þess að kenna megi Björgvini eða Jónunum um ( frekar Samspillingunni  ) .

nú er verið að rannsaka þessa meintu glæpamenn hjá sérstökum Saksóknara og rannsóknarnefnd Alþingis. Þegar búið verður að sanna glæpsamleg athæfi á menn þá skulum við láta þá bera ábyrgð á gjörðum sínum sem hana bera með refsingu þeirri sem á við hvern og einn eftir lögum þessa lands, hverra flokka svo sem þeir kunna að vera. Stjórnmálaflokkar þessa lands geta ekki verið ábyrgir fyrir gjörðum eoinstaklinga sem starfa innan þeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.10.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband