Efnahagsleg ísöld verði ICESAVE fellt á Alþingi.

Frostavetur falli Icesave
Innlent | mbl.is | 26.11.2009 | 16:59
Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi í dag að verði Icesave-frumvarpið ekki samþykkt verði ekki í hendi þau lán, sem kallað hafi verið eftir. Tryggingasjóður innistæðueigenda geti þá ekki staðið við skuldbindingar sínar og afleiðingin yrði greiðslufall og væntanlega lækkað lánshæfismat Íslands.

----------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta ICESAVE mál sem í raun var samþykkt af hálfu Íslendinga fyrir um einu ári síðan með undirskrift Seðlabankastjórans, Davíðs Oddssonar og fjármálaráðherra ,Árna Matthiesen  fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands- er stórpólitkst milliríkjamál.  Ísendingar standa einir gegn Evrópuþjóðunum- þar með talið Norðurlöndunum.

Við eigum engra kosta völ annan en þann að ganga að þessu samkomulagi við Breta og Hollendinga. Allar frekari tafir á afgreiðslu  þess- eru Íslendingum aðeins til tjóns. Við einöngrumst efnahagslega frá umheiminum-varðandi gjaldeyris og erlend lánamál.

Lífskjör okkar myndu hríðfalla á næstu misserum frá því sem nú er. Það átti að samþykkja þessa kosti strax sl. vor. Þá værum við betur komin efnahags og atvinnulega en nú er. 

Við höfum ekki afsalað okkur þeim rétti að endurupptaka málið síðar. Regluverk ESB er meingallað - en við ein og sér breytum því ekki. Miklar líkur eru á að eftir 5-6 ár verði skuld okkar jöfnuð út innan ESB þegar ró færist yfir efnahagskerfi ESB landanna...


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband