Pólitískur bankaráðsmaður Framsóknar..

Frétt af mbl.is

Skert lífskjör og kaupmáttur
Innlent | Morgunblaðið | 11.12.2009 | 5:30
samkomulaginu við Breta og Hollendinga mótmælt á Austurvelli. Verði Icesave-samkomulagið samþykkt í núverandi mynd þurfa Íslendingar að búa sig undir verulega skerðingu lífskjara og kaupmáttar næstu árin, að sögn Daniels Gros, bankaráðsmanns í bankaráði Seðlabankans.
Lesa meira

----------------------------------------------------------------------------------------------------

Hér tjáir sig pólitíkst ráðinn bankaráðsmaður í  Seðlabankanum.

Ráðinn af Framsóknarflokknum.

Og boðskapurinn er sá sami og Framsókn heldur uppi á Alþingi. Hverjum er ekki ljóst að þetta hörmulega Icesave klúður sem er getið af gamla Landsbankanum með öflugum stuðning Sjálfstæðisflokks- er og verður íþyngjandi fyrir þjóðina. Það er ekki ný speki og þarf ekki belgískan pólitískt ráðinn Framsóknarmann til að upplýsa það.

En inn í fréttina og vantar alveg útlistun á því hvað það myndi kosta þessa þjóð að fella núverandi Icesave samning og með þeim hörmungum sem því myndi fylgja fyrir þjóðina.  Það hentar ekki pólitískri baráttu Framsóknar í augnablikinu. En það skipti þjóðina miklu að vita það.

Síðan væri ágætt að ritstjóri Mbl. tæki gott viðtal við sjálfan sig um þær hörmulegu álögur 300 milljarða gjaldþrots Seðlabanka Íslands á haustmánuðum 2008 -sem þjóðin er nú að byrja að greiða með skertum lífskjörum. 

Hann þekkir þá sögu alla. Hann stýrði Seðlabankanum í þrot...

 


mbl.is Skert lífskjör og kaupmáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Að það muni kalla hörmungar yfir okkur ef ICESAVE yrði hafnað er ég ekki svo viss um. Það eru yfirvofandi hörmungar að samþykkja ICESAVE eins og það kemur fyrir núna.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Sævar Helgason

Já, Ingibjörg. Að vera ekki svo vissum að höfnun myndi kalla yfir okkur verra ástand en samþykkt á þeim samningum sem við þekkjum hvað leiða af sér. Það er nú vekurinn. Eftir höfnun samninganna þá verðum við að taka því sem að höndum ber. Það verður ekki aftur snúið. Ég er ekki reiðubúinn í þá miklu óvissuferð... en við eigum þetta val...þjóðin. Það er ögurstund.  En eitt er alveg ljóst - þetta ICESAVE mál er illt hvernig sem á það er litið.

Sævar Helgason, 11.12.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er þér hjartanlega sammála,´ég held að almenningur í landinu sé ekki alveg með á nótunum.  Hvorki hvað gerðist þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn gáfu ríkisbankana og því síður skilur almenningur hvað sá alvarlegi gjörningur hefur og mun kosta þjóðina.

Ég er fyrst og fremst móðir, kona, meyja og allt það sem því fylgir en ég tel mig vera Íslending og það svo sannarlega með stórum staf.

Málflutningur Jóhanns Haukssonar í Silfri Egils var í hnotskurn það sem ég sagt vildi hafa.

Ég þarf að safna kjarki til að svara þeim sem skrifuðu eða kommentuðu á síðustu skrif mín, en það hjálpar að lesa pistla eins og þína. Takk fyrir það.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.12.2009 kl. 15:52

4 Smámynd: Sævar Helgason

Ingibjörg F. !

Ég var að lesa yfir pistil þinn "Og?"   Fyrir mér er innihaldið kjarni málsins- sammála að öllu leyti.

Þessar athugasemdir , utan nr. 7 eru vægast sagt dónalegar  og að engu hafandi. Þær eru ekki ólíkar alkoholistatilsvörum -afneitun - ábyrgðarlausar .

Fyrir pistil þinn getur þú borið höfuðið hátt...

Sævar Helgason, 11.12.2009 kl. 17:55

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það kemur alltaf betur og betur í ljós hver ber höfuðábyrgðina á þeirri stöðu sem við erum í dag.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.12.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband