Ríkissjóður er rekinn á miklum yfirdrætti-halla

Fyrir kosningar ber margt fyrir augu .
Þessi grein um halla ríkissjóðs og greiðslubyrði milli skattgreiðenda -er lýsandi
Við erum að greiða yfir 100 milljarða í vexti auk afborgana /ári 
En misjafnar eru álögurnar milli greiðenda.



Skjámynd 2024-11-11 135328


Fjármagnstekjuskattur er víðáttumikil skattheimta

Fjármagnstekjuskattur er nú 22 %.

Þetta er skattur sem m.a er lagður á sparifé fólks um verðtryggða banka reikninga.

Mikill fjöldi eldriborgara hefur í áratugi lagt sparnað sinn inn á svona reikninga- til nýtingar eftir starfslok.

Þeir hafa nokkuð haldið verðgildi sínu-en rýrna samt um þessa 22 % skattlagningu.

Þetta fé hefur áður gengið um skattlagningu sem vinnulaun.

Einnig er mikið um að eldriborgarar selji íbúðir sínar og nýti fjármunina til leigu í húsnæði og þjónustu fyrir eldriborgara -ævina á enda. *

Þá fjármuni verður að vista á verðtryggðum reikningum bankanna -meðan þeir renna til búsetu- smá saman -til æviloka.

Verðtrygging er grunnur svona gjörninga. Nú hugnast stjórnmálaflokkum að sækja fé í þessa gamlingja-um 25 % fjármagnstekjuskatt.

Vonandi verður sanngirni höfð að leiðarljósi við sókn í þessa fjármuni.

Tæpast eru gamlingjar í svona stöðu -hin breiðu bök-í ellinni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband