Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ríkissjóður er rekinn á miklum yfirdrætti-halla

Fyrir kosningar ber margt fyrir augu .
Þessi grein um halla ríkissjóðs og greiðslubyrði milli skattgreiðenda -er lýsandi
Við erum að greiða yfir 100 milljarða í vexti auk afborgana /ári 
En misjafnar eru álögurnar milli greiðenda.



Skjámynd 2024-11-11 135328


Fjármagnstekjuskattur er víðáttumikil skattheimta

Fjármagnstekjuskattur er nú 22 %.

Þetta er skattur sem m.a er lagður á sparifé fólks um verðtryggða banka reikninga.

Mikill fjöldi eldriborgara hefur í áratugi lagt sparnað sinn inn á svona reikninga- til nýtingar eftir starfslok.

Þeir hafa nokkuð haldið verðgildi sínu-en rýrna samt um þessa 22 % skattlagningu.

Þetta fé hefur áður gengið um skattlagningu sem vinnulaun.

Einnig er mikið um að eldriborgarar selji íbúðir sínar og nýti fjármunina til leigu í húsnæði og þjónustu fyrir eldriborgara -ævina á enda. *

Þá fjármuni verður að vista á verðtryggðum reikningum bankanna -meðan þeir renna til búsetu- smá saman -til æviloka.

Verðtrygging er grunnur svona gjörninga. Nú hugnast stjórnmálaflokkum að sækja fé í þessa gamlingja-um 25 % fjármagnstekjuskatt.

Vonandi verður sanngirni höfð að leiðarljósi við sókn í þessa fjármuni.

Tæpast eru gamlingjar í svona stöðu -hin breiðu bök-í ellinni.


Þegar Hamrafellið flutti fyrsta olíufarminn til Íslands


                 Hamrafell á siglingu

Hamrafell 

Þegar Hamrafellið var keypt til Íslands, af Sambandi íslenskra samvinnufélaga þá m.a rak Samvinnuhreyfingin stórt olíufélag .

SÍS var því mjög tengt oliukaupum okkar sem á þeim tíma voru í vöruskiptum við Sovetríkin. Grunnurinn fyrir kaupum á olíuskipi sem gæti fullnægt flutningum okkar á olíunni frá Sovétríkjunum og til Íslands var augljóslega góður kostur.

Í grein hér fyrr á síðunni er brugðið upp mynd af móttöku okkar Íslendinga á þessu stóra olíuskipi, Hamrafelli og fystu siglingu þess undir íslenskum fána og með íslenskri áhöfn.

Allt var þetta svo nýtt og framandi fyrir okkur . fátæka og tæknivana þjóð við mörk hins byggilega heims.
Það var ekkert annað en afreksverk hjá forystumönnum SÍS að gera þetta að veruleika.
Fyrsta ferð Hamrafells var flutningur á olíu frá Suður Ameríku fyrir Svía-og sú ferð-væntanlega vegna hlutagreiðslu okkar vegna kaupanna.

Og sú olía var losuð í Gautaborg í Svíþjóð.
Þá er komið að höfuðverkefni Hamrafells að flytja olíu og bensín frá Sovétríkjunum til Íslands ca 170.000 tonn/ári.
Þessi fyrsta ferð Hamrafells í þágu Íslendinga hefst því Gautaborg og er stefnt að olíuhöfninni í Batumí í Georgíuríki, austast og syðst í Svartahafi við rætur Kákasusfjallanna en þangað lá mikil olíuleiðsla frá Baku við Kaspíahaf- auðugasta olíusvæði Sovétríkjanna

  Siglingaleiðin frá Gautaborg til Batumi í Svartahafi með viðkomu í Palermo á Silkiley

world map outline   Copy (2)Það var skömmu fyrir lok október 1956 að við lögðum upp frá Gautaborg og út á Norðursjóinn og síðan um Ermasund með stefnu á Gíbraltarsund .
Á Biskayaflóa kom upp þetta hefðbundna vandamál með bilanir í aðalvél- við þurftum að skipta um stimpli og tilheyrandi – um 20 klst töf og á reki .
En svo var haldið áfram .

Skammt út af Cap Finisterre á Spáni var ákveðið að halda björgunarbátaæfingu – hina fyrstu – hjá okkur .

Skipið stöðvað og neyðarflautur gangsettar.Hver mætti við sinn björgunarbát 

En þegar hífa átti bátana út fyrir borðstokkinn þá reyndust allar græjurnar til svoleiðis- ryðgaðar fastar.   Þetta var óviðunandi. Það var því tekin ákvörðun um að koma við í Palermo á Sikiley , þar sem var stór olíuskipaviðgerðarstöð og fara þar í eina allsherjar yfirhalningu á búnaði Hamrafells –aðalvélinni og öryggisbúnaði ,almennt.

Gíbraltarkletturinn séður frá Hamrafelli 1956

Hamrafellsveran 0057

 Þegar um Gíbraltarsund var komið þá var stefnan sett á Palermo á Sikiley

Nú fór heldur að færast fjör í tilveruna þarna í Miðjarðar-hafinu í sólinni og blíðunni- Það var sem sé stríð.

Súezstríðið 1956 og hart barist.

Fjöldi herflugvéla og bryndreka hringsólaði stundum um okkur - þessa afkomendur víkinga úr norðurhöfum.

Við vorum komnir á vígaslóðir

En siglingin til Palermó gekk vel og án tíðinda. Og í nóvemberbyrjun 1956 lögðumst við á ytrihöfnina í Palermo og biðum lóðs sem kom næsta morgun.
En yfir nóttina fóru þjófagengin á stjá á smábátum og ráðist var til uppgöngu hér og þar og krókstjakar notaðir til að vega sig um borð. Við hrundum þessu liði af okkur en samt tókst þeim að stela nokkur hundruð lítrum af málningu fremst úr skipinu- þeir höfðu klifrað upp akkerisfestina. Kannski voru þetta afleggjarar mafíunnar – en hennar aðalheimkynni eru í Palermo á Sikiley.
Við vorum sem sé komnir til mafíunnar.

Palermo á Sikiley 

palermo 1956

 

 

 

 

 

Skipið var þegar sett í dokk og mikil viðgerðarvinna hófst í vélarrúmi ásmt því að allur björgunarbátabúnaður var lagfærður- sem sagt klössun á Hamrafelli.
Þarna var dvalist í hálfan mánuð og við skipverja höfðum því nægan tíma til að kynnast þessum heimkynnum Sikileysku mafíunnar.
Engir glæpir hentu okkur og lífð var ljúft þarna á Sikiley

Frá Taormina við Messinasund-Etna í baksýn

TAORMINA MESSINA HOTEL S DOMENICO

Talsvert ferðuðumst við um Sikiley- í rútu undir leiðsögn.

M.a að eldfjallinu Etnu

Síðan  gistum við í Taormína þarna við Messínasundið - þeim ægifagra stað og á sama hóteli og hann Halldór okkar Laxness gisti á þegar hann skrifaði ritverkið „Vefarinn mikli frá Kasmír „

Þarna í Taormína eru > 2000 ára gamlar rústi af hringleikahúsi 
Merkilegt að skoða þær

 

 

Siglingaleiðin frá Palermó á Sikiley til Batumi í Georgíu

1751982   Copy

Og að hálfum mánuði liðnum var öllum viðgerðum lokið

Og för okkar til Batumi var haldið áfram frá Palermo og siglt um Messinasund milli Sikileyjar og Ítalíuskaga síðan þvert yfir Jónískahafið og fyrir suðurenda Grikklands 

Síðan lá leið inn í Eyjahaf og stefnt með grísku eyjunum að Dardanellasundi um Marmarahaf til Istanbul

Með Istanbul var siglt  um Bosporussund inn á Svartahaf

Þá var  stefnan  sett á Batumi í Georgíu Þetta er alveg mögnuð siglingaleið og elsta menningarsvæði okkar heimshluta –sagan er hvar sem er um þúsundir ára. Og að koma að Bosporssundi það sem Soffíukirkjan í Istanbul er fyrsta aðkoma frá Marmarahafinu er alveg magnað.

Siglt um Bosporussund við Istanbul
DSC03058

Um þetta sögufræga sund Bosporus átti ég síðan eftir að sigla um 40 sinnum á Hamrafelli og alltaf jafn magnað.

Við innkomu í Svartahafið við enda Bosporussunds var um tundurduflagirðingu að fara sem var opnuð hverju sinni sem skip fóru um

Þegar við sigldum þarna um árið 1956 var engin brú komin yfir Bosporussund:
Brúin var byggð löngu síðar
Aðeins var notast við ferjusiglingar

Og þegar um Bosporussund var komið inn á Svartahaf og stefna sett á Batumi sem er austast og syðst í Svartahafi í Georgíu undir hinum tignarlegu Kákasusfjöllum. 


Frá Batumi . Höfnin t.v og glittir í Kákasusfjöll

4

 Þegar lagst var á ytri höfnina í Batumi kom öflugt gengi tollvarða um borð og skoðaði allt hátt og lágt

Síðan var Hamrafellið tekið að oliubryggjunni og byrjað að lesta fyrsta farm í íslenskt skip þarna af olíu og bensíni til Íslands

Og við áhöfnin fórum í land.
Georgíubúar höfðu mikið dálæti á sínum frægasta syni – honum Jósep Stalín.

Þó þrjú ár væru frá láti hans og Krutsjoff væri búinn að afmunstra kallinn sem heilagan mann- þá var Stalin alveg heilagur þarna í Georgiu árið 1956.
Stórar og miklar sytttur af Stalín á helstu stöðum.
Þetta var okkur mjög framandi þjóð og siðir fornir .

Þarna í Batumi er alveg einstaklega fallegt , gróður mikill og Kákasusfjöllin há og tignarleg Lítilsháttar var smakkað á vodka og kampavíni þarna af okkur aðkomumönnum - svona miðað við Íslendinga á þessum árum- flestir vel slompaðir. 

 Og lestun Hamrafellsins lauk þarna í Batumi um 25. Nóvember 1956. 
Þá var haldið heim á leið og framundan 14-15 daga sigling.
Heimsiglingin frá Batumi til Reykjavíkur
 
europelarge world map 1285844555

 Hamrafellsveran 0043

Og til Reykjavíkur var komið að morgni 8. Desember árið 1956 eftir 15 daga siglingu frá Batumi við Svartahaf.

Eftir tíðindalausa siglingu

Skipinu var fagnað almennt af Íslendingum en pólitíkin var eins og nú

Framsóknarmenn fögnuðu ákaft en Sjálfstæðimenn voru hnípnir.

Samvinnuhreyfingin hafði skotið einkaframtakinu ref fyrir rass.

Við tóku, næstu árin , hatrammar deilur um þetta glæsilega skip okkar.

Þeim deilum lauk þegar skipið var selt úr landi um 11 árum síðar.


Hamrafell , olíuskipið mikla

            Hamrafell

Hamrafell

                Myndin er tekin í lok september árið 1956 á Ermasundi í fyrstu ferð þess                     undir íslenskum fána

Það var um kl 20:00 þann 18. september árið 1956 að DC4 skymaster flugvél Loftleiða tekur á loft frá Reykjavíkurflugvelli . Um borð eru um 40 manns á leið til Stockhólms í Svíþjóð til að taka við  17.000 tonna olíuskipi sem Skipadeild SÍS hafði fest kaup á.
Skipið var langstærsta skip sem Íslendingar höfðu nokkru sinni eignast.
Flogið var um Stafanger í Noregi,Kaupmannahöfn og til Stockhólms . Svona ferðalag tók á þeim tíma langan tíma þó á flugi væri .
Við lentum í Stockhólmi undir hádegi daginn eftir brottför frá Reykjavík. 

Þegar við komum um borð var gamla áhöfnin enn um borð ,norskir yfirmenn en kínverskir undirmenn - en þeir fóru allir þegar við komum.
Skipið hafði verið í fragt í Asíulöndum og því ýmis skorkvikindi enn um borð-einkum stórir kakkalakkar. Byrjað var á að svæla allar vistarverur út- sem tókst mjög vel.
Alls stóð islenska áhöfnin saman af 42 manns. Og næstu dagar fóru í að setja sig ínn í þennan nýja heim og tæknibúnað sem svona risa olíuskip var . Til þess nutum við aðstoðar Norðmannanna .

Og svo var skipið vígt 23. september 1956 af forystu Sambandsins og um leið var því gefið nafnið Hamrafell og með heimahöfn í Hafnarfirði.

Frá Nynashamn í Svíþjóð

108412

 Og þann 24. september 1956 var lagt upp í fyrstu ferð Hamrafells undir íslenskum fána- frá Nynashamn í Svíþjóð.  Ferðinni var heitið til Caripito í Venesuela í Suður Ameríku:

Siglt var um Kílarskipaskurðinn frá Eystrasaltinu yfir í Ermasund . Í Brunsbuttel við Kílarskipaskurðinn var tekin olía og vistir til ferðarinnar. 
Og í Ermasundi var stefnan sett á Asoreyjar þar sem bæta skyldi við vatn og frekari vistir.

Siglingin þangað gekk vel og áhöfnin farin að kunna á tæknina-einkum reyndi mikið á vélarliðið í þeim efnum

 

Frá Asoreyjum

Cidade de Angra do Heroísmo, ilha Terceira, Açores

Ekki var lagst við bryggju á Asoreyjum ,heldur komu bátar með vistir og vatn til okkar. Einkum voru þetta ávextir og margir þeirra nýnæmi fyrir okkur norðan frá heimskautsbaug- helst vorum við hrifnir af að sjá og borða anans eins og hann kom af trjánum:

Og áfram var haldið frá Asoreyjum og nú var stefna sett á Port of Spain á eynni Trinidad

Siglingin var yfirleitt ljúf ,en margt samt nýstárlegt fyrir okkur -t.d flaug nokkuð af flugfiskum upp á dekk eina nóttina- þá urðum við undrandi á náttúrunni .
Og einnig þótti okkur himininn fallegur þegar stjörnubjart var- þvílíkan aragrúa af stjörnum höfðum við ekki litið..  

En samt urðu tafir á leið okkar.
Það urðu sem sé vélarbilanir í aðalvélinni.
Það varð bilun í stimpli sem þá varð að skipta um. Þeir voru engin smá smíði um 700 m.m í þvermál og 1400 m.m á hæð . Einnig þurfti að skipta um fóðringu fyrir hann . Þetta reyndi nokkuð á í hliðarveltingi - en tæpan sólarhring tók að gera við og unnið í einni törn.
Á meðan var Hamrafell bara á reki.
Og svo var gangsett og haldið áfram og allt í góðu.

Siglingaleiðin frá Nynashamn í Svíþjóð til Caripito í Venesuela

  Ekki man ég lenworld map outline   Copygur nákvæmlega hvað marga daga við vorum á þessari siglingu en sennilega 12-14 dagar.
Og eftir því sem við nálguðumst Suður Ameríku hlýnaði í veðri og fötum á kroppunum fækkaði.
 

Vistarverurnar um borð voru mjög góðar -allt einsmanns herbergi-vel búin. Stórir matsalir með setustofum.
Sameiginlegt þvottahús og stór og vel búin böð. Enda var mikil nauðsyn á svona aðbúnaði á langsiglingum um hitabeltissvæði .
Og verulegur hluti af áhöfninni vann bara á daginn meðan verið var á sjó og frí um helgar.

Veran minnti oft á stórt skemmtiferðaskip - einkum þegar sól var hátt á lofti og útisvæði þakin sólbaðsfólki

Og við erum að nálgast Trinidad


Caripito.8   Copy

Þegar komið var til Trinidad var lagst fyrir utan höfnina í Port of Spain og tekinn hafnsögumaður þar til að fylgja okkur til Caripito sem var um 200 km inni Venesuela og eftir fljóti að sigla.

Nú er siglingin orðin merkileg- tiltölulega þröngt fljót og frumskógurinn á báðar hliðar af ærslafullu lífi sem þar býr-apar  fuglar og svoleiðis.

Það var komið myrkur að kvöldi þegar lagst var að smá bryggjustúf þarna við olíulögnina sem við tengdumst til lestunar sem hófst strax.

Flestir fóru land og uppí smá frumbyggjaþorp sem þarna var.
En við vélarliðið urðum að fara í meiriháttar viðgerðarvinnu við stimpla aðalvélarinnar sem tíðum voru að bila.
Það var tæpra sólarhrings vinnutörn hjá okkur -síðan var hallað sér smá stund og farið í land.

                Frá bryggjustúfnum í olíuhöfninni í Caripito

6f769b10
Eitt veitingahús var þarna og seldi kaldan bjór - en umhverfið var framandi og hálf villt á að horfa - svona indíánabragur á þessu.
Og þegar við komum um borð aftur þá var lestun lokið og stefnt að brottför.
Á miðri leið niður fljótið var okkur gert að stoppa þar sem mikill eiturflugnafaraldur gekk yfir um nóttina og okkur gert að loka okkur inni.

En svo kom sólin upp og við héldum för áfram og stefnan sett á Gautaborg í Svíþjóð- en saga fyrstu ferðar Hamrafells undir íslenskum fána og með íslenskri áhöfn endar hér.

Já það eru liðin 59 ár frá þessu ævintýri

Góða skemmtun

 

 

 


Sjávarorkan í mynni Hvammsfjarðar-virkjanir fyrr og nú

Hlutverk sjávarorku lítið næstu ár
Innlent | mbl.is | 12.3.2012 | 20:43

Brim við Þorlákshöfn. Ólíklegt er að sjávarorka gegni stóru hlutverki í orkubúskap Íslendinga á næstu áratugum. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar, sem telur að áður yrði kastvarmi og lághitasvæði nýtt.
Lesa meira

 Brattistraumur við Gvendareyjar í mynni Hvammsfjarðar

Brattistraumur í hamSjávarfallastraumarnir í mynni Hvammsfjarðar í Breiðafirði eru mestu einstakir straumar hér á  landi

Eyjaklasinn þvert yfir fjörðinn myndar einskonar þröskuld milli Hvamms-fjarðar og Breiðafjarðar. Og 4 sinnum á hverjum sólarhring verða þarna miklir straumar við aðfall og útfall sjávar.

Mest er sjávarmagnið og straumurinn í Röstinni. Þar getur straumhraðinn farið í allt að 25 km.hraða/klst.

Nokkur annmarki er samt á að virkja þessa orku vegna liggjandans á milli falla en þá lægi framleiðsla niðri.

Samt gefur nútíma tækni þann möguleika að nýta þetta með venjulegri vatnsafsvirkjun um tölvutækni.

Það gæti hentað með lítilli vatnsaflsvirkjun sem þá á liggjandanum framleiddi á fullum afköstum en minnkaði afköst á straumtíma sjávar. Þarna eru mikil verðmæti geymd til framtíðarnota.  Myndin hér að ofan er af Brattastraumi við Gvendareyjar sunnalega í mynni Hvammsfjarðar skammt norðan Álftafjarðar.

Þetta er mikið straumfall.  Það eru margir svona álar milli allra þessara mörgu eyja sem unnt er að virkja.

Og þessir sjávarfallastraumar þarna voru virkjaðir seinnihluta átjándu aldar  í Brokey .Þar sem sundið er þrengst milli Brokeyjar og Norðureyjar var sett upp lítil virkjun sem fékk afl sitt frá miklum straumi sem þarna myndaðist við sjávarföllin . Aflið var notað til að knýja kornmyllu. Myllan virkaði mjög vel. Ennþá er uppistandandi mylluhúsið og aðrennslisskurðurinn þarna í Brokey.

Frá Brokey. Stóriðja

Fremst á myndinni er mylluhúsið með fyrstu sjávarfallavirkjun á Íslandi

Ef vel er skoðað þá sést sjávarstraumurinn á leið inn í Hvammsfjörð.

Á þessum slóðum er mikill hæðarmunur milli flóðs og fjöru eða > 4 metrar. Þessi mikli hæðarmunur myndar þessa miklu strauma.

Myndin er tekin frá Brokey og yfir í Norðurey. Fellsströndin fjærst.

Þannig að þessi náttúrugæði hafa verið nýtt þarna og það til nokkurar stóriðju þess tíma.  Þessi orka er þarna og bíður nýtingar. Það er einkar umhverfisvænt að virkja þarna. Hverflarnir yrðu neðansjávar og engir stíflugarðar né uppistöðulón-allt í raun óbreytt ofansjávar....

 


mbl.is Hlutverk sjávarorku lítið næstu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langisjór friðlýstur

"Umhverfisráðuneytið hefur gefið út reglugerð til staðfestingar á stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, sem felur í sér friðlýsingu Langasjós, hluta Eldgjár og nágrennis."


Frá Langasjó

Frá Langasjó 

Friðun Langasjávar er mikið fagnaðar efni. Langisjór er í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli og liggur með norðaustur-suðvesturstefnu skammt sunnan Vatnajökuls.

Náttúrufegurð þarna er einstök. Fagurblátt vatnið með hin litskrúðugu Fögrufjöll við endilanga austurhlið vatnsins.

Þetta umhverfi er einstakt til útivistar á öræfum í óspilltri náttúru. Hugmyndir voru upp um að gera Langasjó að uppistöðulóni fyrir virkjanir á Tungnársvæðinu. Það hefði þýtt að yfirborð vatnsins hefði hækkað um tugi metra og breyst úr hinu fagurbláa háfjallavatni í brúnleita jökulvatnsdrullu. Langisjór hefði verið eyðilagður og allt hans umhverfi. 

Nú hefur þessi öræfaparadís verið friðuð og sett undir Vatnajökulsþjóðgarð.  Það er mikið fagnaðarefni

 

 


mbl.is Langisjór friðlýstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strand við Lundey-siglingafræði áfátt ?

Allir björguðust úr strandi
Innlent | mbl.is | 2.7.2011 | 12:09

Kollafjörður Farþegabátur með átta manns um borð strandaði við Lundey um ellefuleytið í morgun. Fólkinu var bjargað um borð í harðbotna björgunarbát Slysavarnafélagsins-Landsbjargar.
Lesa meira

Eitthvað virðist ábótavant við siglingafræði þessara skemmtiskoðunarbáta sem gerðir eru út hér frá Reykjavík-ef marka má þetta strand sem er annað í röðinni -þarna við Lundey.

   Kollafjörður er vinsælt siglingasvæði þessara báta þar sem hvalaskoðun er tíðum góð .

Einnig er sigling um Sundin blá eftirsóknarverð . Eyjar margar og fallegar og fjallahringurinn stórbrotinn - með sjálfa Esjuna í bakgrunni.

 En að sigla nálægt þessum eyjum krefst þekkingar . Þá þekkingu er að finna á öllum sjókortum af svæðinu. Á þeim koma fram dýptartölur og nákvæmar staðsetningar skerja ,grynninga og granda. Einn svona grandi austur af Lundey er mjög varasamur. .

Freisting er mikil fyrir að sigla sem næst Lundey vegna fuglaskoðunar.

En gott að allt fór þetta vel-en hætta var fyrir hendi vegna aðkomandi stórstraumsfjöru,


mbl.is Allir björguðust úr strandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seglskúta vélvana útaf Straumsvík

Þetta er dálítið undarlegt. Aðalbúnaður skútu eru seglin. Vél er varabúnaður. Eitthvað meira hefur verið að í þessu tilviki. Einn mikilvægasti neyðarbúnaður um borð í skipum fyrir utan gúmbátana er akkerisbúnaður. Það virðist ekki hafa verið til staðar í þessu tilviki. Ég er mikið að sækja sjó á smábát hérna útaf ströndinni bæði utan Hafnarfjarðar og Reykjavík. Akkerisbúnaður minn er eitt fastsetningaakkeri við botn - á allt að 40 m.dýpi svo og tvö samtengd rekakkeri. Í álandsvindi og öldu er þetta mikill öryggisbúnaður - bili vélbúnaður. Getur ráðið úrslitum meðan beðið er aðstoðar.
mbl.is Skútu rak vélarvana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setur Alþingi forsetan af ?

Forsetinn boðar blaðamannafund
Innlent | mbl.is | 10.4.2011 | 10:56

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Fundurinn verður á Bessastöðum og hefst klukkan 15.00.
Lesa meira

Vonandi hefur Alþingi döngun í sér til að setja þennan mann af og út af Bessastöðum-hið fyrsta


mbl.is Forsetinn boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á kajak umhverfis Ísland síðvetrar

Gera raunveruleikaþátt um róðrarkappa
Innlent | mbl.is | 31.3.2011 | 11:44

Riann Manser og Dan Skinstad á siglingu.Tökulið frá Cooked in Africa films fylgir nú ævintýramönnunum Riann Manser og Dan Skinstad, sem réru nýverið frá Húsavík á tvöföldum kajak. Markmið þeirra er að sigla í kringum Ísland.
Lesa meira

Þetta er verðugt verkefni hjá þeim félögum Riaann Manser og Dan Skinstad. Að róa á kajak umhverfis Ísland á þessum árstíma. það hefur aldrei verið gert fyrr.

Mbl segir vegalengdina 4800 km. Þá er væntanlega miðað við alla strandlengjuna inná alla firði og víkur. Þannig kajakróður umhverfis landið er yfirleitt ekki stundaður.

 Ræðarar reyna að þvera sem mest flóa og firði til að stytta sér róðurinn.

 Þegar afreksmaðurinn Gísli H. Friðgeirsson réri einn síns liðs umhverfis Ísland á kajak sumarið 2009 varð heildar róðrarvegalengdin 2020 km með viðkomu í Vestmannaeyjum. Mikið afrek hjá Gísla sem þá var tæpra 66 ára gamall. En þá var há sumar og veður yfirleitt gott svo og sjólag.

 En hjá þeim félögum sem nú eru að fara þetta að síðvetrarlagi getur reynt mikið á. Þegar þetta er skrifað hafa þeir róið frá Húsavík að Tjörnestá í fyrsta áfanga og í þeim næsta réru þeir til Kópaskers og þveruðu þá Öxarfjörðinn.

 Og í dag hafa þeir róið frá Kópaskeri að Blikalóni  skammt austan Rauðanúps á Melrakkasléttu. Þeim gengur róðurinn því vel. Þeim finnst kalt hér og hráslagalegt-enda að koma frá Afríku.

 Við fylgjumst spennt með þeim -en hægt er að sjá róðrarferlana á Spot tæki sem þeir hafa meðferðis-það er á heimasíðu þeirra....


mbl.is Gera raunveruleikaþátt um róðrarkappa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband