Þingræði eða einræði ?

Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Innlent | mbl.is | 6.1.2010 | 10:27
Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar á vef sinn að íslenskir kjósendur standi á milli þess að velja forsetann eða ríkisstjórnina í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ef kjósendur hafni Icesave-lögunum í atkvæðagreiðslunni telji hún einsýnt að ríkisstjórnin segi af sér.
Lesa meira

Ég tek undir með Þórunni Sveinbjarnardóttur,alþingismanni.  Í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu stendur valið milli tveggja póla: Þingræðisins eða einræðis forseta Íslands.

 Sigri þingræðið heldur ríkisstjórnin velli  en forsetinn segir af sér.

Sigri forsetinn, segir ríkisstjórnin af sér.

Þá taka hrunflokkarnir við og hafa forsetan sér til ráðgjafar og ákvörðunar - hvaða þingmál hljóti náð og fari í gegn sem lög.


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Menn virðast almennt ekki velta upp eðlilegasta kostinum sem er afsögn Jóhönnu og krafa um nýjar kosningar. Þá þarf ekki að setja þessi lög í þjóðaratkvæði.  Annað sem vinnst er að Ice save ábyrgðin hefði valdið raunverulegri stjórnarkreppu og það sendir sterk skilaboð til alþjóðasamfélagsins og sérstaklega stjórnar Gordon Browns sem myndi skíttapa væntanlegum kosningum vegna ábyrgðar á málinu.

Auk þess legg ég til að þjóðin greiði atkvæði um fleira í væntanlegri atkvæðagreiðslu. Ber þar að nefna:

1. Viltu að ríkisstjórnin dragi til baka aðildarumsókn að ESB, já eða nei

2. Viltu að forsetinn segi af sér vegna embættisafglapa, já eða nei

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.1.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband