Var aftaka Þjóðhagsstofnunnar grundvallarmistök ?

 Hermann Guðmundsson skrifa ágætan pistil á Pressuna þ.06.02.2010

Þar segir m. a. :

 "Þessa dagana er að koma út bók sem skrifuð er af Hank Paulson fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna og þar áður forstjóri virtasta fjárfestingabanka heims, Goldman Sachs.

Í þessar bók lýsir Paulson í smáatriðum þeirri atburðarás sem við þekkjum orðið svo vel frá haustinu 2008. Hann er að lýsa glímu Bandaríkjamanna við stærsta fjármálakerfi veraldar.....

Þegar hann hitti George W. Bush forseta í fyrsta sinn til að ræða stefnumál  í ágúst 2006, sagði hann við forsetann;  „Við eigum eftir að glíma við mikinn vanda á fjármálamörkuðum næstu misserin."

 Forsetinn spurði Paulson hvað myndi verða til að kveikja þann vanda og Paulson sagðist ekki vita það.  Hann sá ekki fyrir að fasteignalán til kaupenda sem ekki gátu greitt myndi verða sú þúfa sem velti þessu þunga hlassi. Honum fannst hins vegar sem boginn væri almennt of spenntur og það myndi ekki leysast nema í gegnum sársaukafulla leiðréttingu.

Það sem mér þykir athyglisvert er að þegar hann er spurður að því hvaða lærdóm megi draga af því sem gerðist og hvaða endurbætur séu brýnar á eftirlitshlutverkinu þá telur hann að brýnasta verkefnið sé að á einum stað í stjórnkerfinu verði að vera til staðar valdamikill aðili sem horfir eingöngu til kerfisáhættu. Þessi aðili þurfi að horfa inní banka, sjóði, lífeyrisjóði, tryggingafélög og skylda aðila með það að markmiði að tryggja að áhættan í kerfinu sé þekkt og henni megi stýra með beinum tilskipunum.

Að ekki hlaðist upp á mörgum stöðum stórar skuldbindingar sem samanlagt geta haft mjög alvarlegar"....

http://www.pressan.is/pressupennar/LesaHermann/a-barmi-heimskreppu

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Er hér ekki komin góð sönnun þess hversu dýrkeypt sú aðgerð var okkur Íslendingum að leggja niður Þjóðhagsstofnun á sínum tíma ?  

Öllum verkefnum Þjóðhagsstofnunar var við niðurlögn hennar- dreift vítt og breitt um stjórnkerfið- heildaryfirsýn hvarf . Enginn einn aðili hafði heildayfirsýn yfir efnahagskerfið. Og allt efnahagskerfi okkar hrundi.

Er ekki mikil þörf á því nú að endurvekja ígildi Þjóðhagsstofnunnar ? 

Allavega greining   Hank Paulson fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna og þar áður forstjóri virtasta fjárfestingabanka heims, Goldman Sachs.-bendir til þess...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband