Verkmenntun hafin til vegs og virðingar

Stóðu sig vel á sveinsprófi
Innlent | mbl.is | 7.2.2010 | 8:27
Tinna Óðinsdóttir framreiðslumaður fékk verðlaun fyrir... Átján framúrskarandi sveinar sem luku sveinsprófi á síðasta ári fengu viðurkenningu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík við hátíðlega athöfn sem efnt var til í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Þá var Björgvin Tómasson orgelssmiður á Stokkseyri útnefndur iðnaðarmaður ársins.
Lesa meira

------------------------------------------------------------------------------------------------------

Það er orðið tímabært að hefja upp verkmenntunina í landinu . Nú þegar harðnað hefur í dalnum í efnahagslífinu og gjaldeyrir er orðinn verðmætari en um áratugi verður góð verkmenntun gulls ígildi.

Fjármálabólan sem keyrt hefur efnahaginn í lægstu lægðir var keyrið áfram af mikilli alþjóðlegri hámenntun. Bankarnir soguðu til sín allt úrvalið sem háskólarnir útskrifuðu.

Allt kapp var lagt á "æðri" menntun hún átti að vera það afl sem fleytti okkur í fremstu röð í heiminum. Verkmenntun varð hornreka og ekki í hávegum höfð.

Verkmenntunarstigi þjóðarinnar hrakaði stórlega á síðustu áratugum. Það þótti ekki fínt að vera verkmenntaður.

Nú er fjármálabólan sprunginn með miklum hvelli og hámenntaða unga fólkið er að mestu horfið úr fjármálakerfinu.

Það er mikil slagsíða á menntun þjóðarinnar.

Ofmenntun á háskólastigi umfram þörf þjóðarinnar blasir við.  Vinna við hæfi er ekki til í landinu fyrir alla þessa háskólamenntun. Þetta fólk leitar af landi brott í leit að atvinnu við hæfi erlendis.

En íslenskt þjóðfélag mun breytast hratt frá fjármálaþjóðfélaginu sem kom okkur í koll - yfir í útflutningsframleiðslu þjóðfélag .

Þar liggja  okkar tækifæri í dag og næstu áratugina. Framleiðsluþjóðfélag á útflutningsstigi

Og þá verður gildi góðrar verkmenntunnar gulls ígildi.

Þetta er tímanna tákn að forseti Íslands skulu nú veita verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í verkmennt.


mbl.is Stóðu sig vel á sveinsprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér, en hvar eru allir matvælanemarnir ? kjötiðnaðarmenn, bakarar og kokkar ?  deyjandi stéttir greinilega.

Óskar Þorkelsson, 7.2.2010 kl. 10:09

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta helst í hendur við áherslur í menntakerfinu.  Ég hef þá tilfinningu að það hafi verið búin til fölsk eftirspurn eftir háskólamenntun undanfarinn áratug. Krökkunum hefur verið innrætt að til að njóta velmegunar þá verði allir að hafa einhverja háskólagráðu án þess að fyrir liggi könnun á þörf þjóðfélagsins fyrir alla þessa menntun. Ég minni enn og aftur á að við erum örríki! aðeins rúm 300.000! Hvað marga f***ing Háskóla þurfum við?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.2.2010 kl. 10:18

3 Smámynd: Sigurjón Þórsson

Þessi frétt er mikil hvatning til okkar sem eru í iðnnámi um þessar mundir, ekki nokkur spurning .

Sigurjón Þórsson, 7.2.2010 kl. 10:55

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þessu er ég sammála, en enn má þó gera betur í hugarfarsbreytingum.  Dóttir mín er að fara í menntasmiðju fyrir ungt atvinnulaust fólk, eða hvað það nú kallast, úrræðið sem þeim er úthlutað.  Þetta er mjög gott framtak og hefði mátt koma fyrir löööööngu.  En þó að þarna bjóðist námskeið af ýmsu tagi, snúast þau nánast öll um tölvur og eitthvað sem að tölvum snýr.  Atvinnulausa dóttir mín hefur bara engan áhuga á tölvum eða einhverju tölvutengdu.  Hún fann aðeins eitt sem kemur til greina fyrir hana og það skilst mér að sé ekki sérlega áhugavert, en illskást.  Sem betur fer eru námskeiðshaldarar opnir fyrir því þegar svona staða kemur upp og þeir ætla að styðja stelpuna í að draga út punkta sem henta henni.  Ég er ánægð með framtakið, en enn og aftur eru það samt tölvur og tölvumál sem sett eru á stall.  Því miður.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 7.2.2010 kl. 11:22

5 Smámynd: Sævar Helgason

Takk fyrir góð og jákvæð innlegg.

Óskar gerir að umræðuefni með matvælaiðnaðinn. Þar held ég að felist okkar stóru tækifæri. Íslendingar með einstakt hráefni sem er sjávarfangið okkar. Nú er að hefjast eldi á sjávarfangi t.d á kræklingi ,lúðu og þorskeldi.  Það þarf að vinna þetta á einn og annan hátt bæði til útflutnings og ekki síst til ferðamannaiðnaðarins hér innanlands. Í þessu liggja gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga. Út frá þessum iðnaði verður til allskonar stoðiðnaður. Á þessu sviði er verkkunnátta og verkmenning grundvallarmál. Við flytjum út mikið af ferskum sjávarafla- það heldur áfram en hitt bætist duglega við. Og verðmætin eru mikil.

Við eigum mikil tækifæri í allskyns rafeinda (tölvu) iðnaði. Allt frá framleiðslu á búnaði og kerfum til leikjahönnunar á heimsmælikvarða- Við erum nú þegar komi það í fremstu röð. Á þessu svið er sem annarstaðar verkkunnátta og verkmenning sem er grundvallarmál.

Og með alla okkar vistvænu orku höfum við mikið forskot á aðrar þjóðir . Í þeim geira liggja gríðarleg tækifæri á mjög mörgum sviðum einkum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Við höfum horft of mikið til stóriðjunnar. Það hefur skaðað okkur.

Skaðinn við stóriðjuna er fyrst og fremst uppbyggingartími hennar. Þá kemur gríðarlegt erlent fjármagn inn í hagkerfið.

Mikil vinna verktaka verður til við framkvæmdirnar,bæði á virkjanastað og við byggingu álverksmiðjanna. Þessi mikla vinna sogar til sín mikinn mannafla á háum launum. Sú veisla stendur í 4-5 ár. 

3-400 mann fá vinnu í álverinu. Á þessum byggingatíma hafa átt sér stað hin miklu ruðningsáhrif. Ýmiss smáiðnaður og meðalstór-hefur lagst af í verulegum mæli.

Og við verklok stóriðju eru einhver þúsund manns án vinnu. Og kallað er eftir meiri stóriðju o.s.frv. Það eru þessar miklu sveiflu og ruðningsáhrif við stóriðjuframkvæmdir sem eru skaðleg.  Sjálfur er ég einn af frumkvöðlum í stóriðju til 37 ára og þekki því nokkuð til.

Við eigum að stefna að litlum og meðalstórum fyrirtækjum á breiðu sviði verkþekkingar og verkmenningar það sem okkar sérstaða til lands og  auðlinda okkar nýtist okkur sjálfum til stöðugrar hagsældar. 

Þar skipar verkþekking og verkmenning öndvegi.

Sævar Helgason, 7.2.2010 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband