8.2.2010 | 10:05
Stór aukning á lyfjaframleiðslu í Hafnarfirði
Actavis stækkar verksmiðjuna í Hafnarfirði
Viðskipti | mbl.is | 8.2.2010 | 9:27
Actavis hefur ákveðið að stækka lyfjaverksmiðju sína í Hafnarfirði. Í kjölfarið verða til meira en 50 ný störf hjá fyrirtækinu og framleiðslugetan á Íslandi eykst um 50%. Framkvæmdir hefjast fljótlega og er áætlað að framleiðsla í nýja hlutanum fari af stað um næstu áramót.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir byggðalagið í Hafnarfirði -50% stækkun á Actavis lyfjaverksmiðjunni í Hafnarfirði.
Þessari stækkun fylgja a.m.k 50 ný störf. Fyrir bæjarfélag sem Hafnarfjörð skiptir þetta miklu máli.
Það er svo sannarlega fleira en álframleiðsla sem mynda gildar stoðir í atvinnulífinu í Hafnarfirði.
Til samanburðar má geta þess að væntanleg stækkun Rio Tintó álversins í Straumsvík um 40 þús. tonn/ári eykur starfsmannafjölda þess um 10 störf. Vegna þeirrar stækkunar þurfa Íslendingar að byggja Búðarhálsvirkjun með lántökum uppá 25-30 milljarða kr.
En við stækkun Actavís þarf ekkert þannig framlag Íslendinga. Er ekki orðið tímabært að horfa til smærri og meðalstórra fyrirtækjakosta en stóriðjunnar einnar.
Við eigum mörg mjög góð tækifæri sem leynast í litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem ekki krefjast rándýrra og skuldsettra mannvirkja sem virkjanir eru.
Fyrirtæki sem þurfa á miklum fjölda velmenntaðra starfsmanna að halda.
Veitum þeim kostum meiri athygli...
50 ný störf hjá Actavis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Athugasemdir
Það er samt broddur í þessu Sævar. Fyrst setja þessir menn Ísland á hausinn svo gengið hrynur þvínæst eru búin til láglaunastörf svo gróði Actavis megi vaxa. Við verðum sennilega láglaunsvæði í horni ESB ef draumar jafnaðarmanna rætist nema fyrir þá forréttindastétt sem fengi störf í Brussel
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.2.2010 kl. 10:46
Já . Jóhannes.
En það er hinn þýski banki sem er bakhjarlinn. Það styrkir stöðu okkar. Aðalatriði er að halda og auka við alla gjaldeyrisskapandi starfsemi í landinu. Öll fyrirtæki sem nú eru með framleiðslu til útflutnings "njóta" hins lága gengis íslensku krónunnar-hvort það eru sjávarútvegsfyrirtæki eða áliðnaðurinn svo og ferðaiðnaðurinn... Því fleiri fyrirtæki sem auka hér starfsemina í landinu því betra til framtíðar. Mörg stoðfyrirtæki njóta góðs af og eflast..
Uppgjör við hrunöflin fer fram en við megum ekki henda atvinnurekstrinum sem þeir þó skilja eftir sig-Actavis er eitt af þeim. Okkar er framtíðin.
Sævar Helgason, 8.2.2010 kl. 11:00
Ég geri mér grein fyrir því að beiningamaðurinn getur ekki sett skilyrðin. En þeim mun brýnna er að við fáum dóma á þessa dólga svo þeir geti ekki komið að stjórnun þessara fyrirtækja. Varðandi starfsmenn Actavis þá ættu þeir bara að flytja lögheimili sitt til Þýskalands og fá launin greidd í evrum. Við þurfum ekkert að ganga í ESB og taka upp evru. Við getum bara flutt lögheimili þjóðarinnar til útlanda
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.2.2010 kl. 11:09
Í fjármálabólunni tókum við Íslendingar ofurhagsæld að láni erlendis. Nú er komið að skuldadögum þeirra lána. Væntanlega líða 60-80 ár þar til þannig uppsveifna verður aftur. Síðast var hún á árunum fram að heimskreppunni miklu 1929. Það er annara en núlifandi að klást við næstu fjármálbólu. Nú er að rísa úr rústum þessara bólueftirstöðva- það er ærið verk...
Án mikill aviðskipta við erlendar þjóðir er ekki lífvænlegt í þessu landi. Allt okkar er háð innkaupum fyrir gjaldeyri... ekki mjög flókið.
Sævar Helgason, 8.2.2010 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.