Búðarhálsvirkjun á framkvæmdastig .

Skref í mikilvægri framkvæmd
Innlent | mbl.is | 10.2.2010 | 11:52
Sultartangalón. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir mjög ánægjulegt að Landsvirkjun taki skref fram á við í þeirri mikilvægu framkvæmd sem Búðarhálsvirkjun sé. Meðan fjármögnun sé enn ekki ljós sé mikilvægt að taka skref sem þýði að hægt sé að fara hratt af stað þegar hún verði í höfn.
Lesa meira

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þó svo ekki sé um mikinn framkvæmdaáfanga að ræða við Búðarhálsvirkjun - þá skiptir þetta máli fyrir verktaka.

Ekki er líklegt að íslenskir verktakar fá samkeppni um verkið frá Evrópska efnahagssvæðinu. Áfanginn er of lítill til þess.

En eins og fram kemur eru það fjármögnunaliðirnir sem hindra byrjunarframkvæmdir við sjálfa virkjunina. 

Ekki er vafi á að Icesave málið sem ennþá er óleyst- er stór hindrun við útvegun hagstæðs fjármagns. Það mál er orðin mikill dragbítur á endurreisn efnahags og atvinnulífs.  Lausn þess má ekki dragast meir en orðið er. 

Það sýnist mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að framkvæmdir við sjálfa virkjunina verði deilt í smáar útboðseiningar. Það  tryggir okkur betur að erlendir aðilar sjái sér ekki hag í að bjóða í verkið .

Og að framkvæmdum verði deilt á lengri tíma til að tryggja okkur sjálfum sem mesta vinnu við verkefnið á hagkvæman hátt.

Og nú er að tryggja gott orkuverð.  Samningar um það eru í gangi.  Nýr forstjóri Landsvirkjunar er tekinn til starfa .  Vonandi táknar það breytta tíma í orkusölu. 


mbl.is Skref í mikilvægri framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband