14.2.2010 | 12:11
Töf á Icesave lausn dregur mátt úr atvinnulífinu
Atvinnuleysið ekki ásættanlegt
Innlent | mbl.is | 14.2.2010 | 10:50
Bág staða atvinnulífsins, hallærisrekstur fjölmargra fyrirtækja, afturför í velferðarmálum, fækkun starfa og 10% atvinnuleysi eru ekki ásættanleg framtíðarsýn að mati Samtaka atvinnulífsins. Þess vegna verður að grípa til aðgerða," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í leiðara nýs fréttabréfs samtakanna, sem hafa lagt fram víðtæka stefnumörkun undir heitinu Atvinna fyrir alla - aðgerðaáætlun
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Lýsing framkvæmdastjóra SA er rétt.
Staða atvinnulífs og afturför í velferðarmálum er slæm.
Ef þjóðin hefði borið gæfu til að klára þetta Icesave mál í júní á sl. ári hefði hér á landi verið bjartara yfir í atvinnu og efnahagsmálum.
Öll erlend lán til virkjana og stóriðjuframkvæmda hafa legið í láginni. Erlendir aðilar hafa haldið að sér höndum. Hátt skuldatryggingaálag hefur ekki hjálpað .
Dráttur á lánafyrirgreiðslu AGS hefur hægt enn meir á í efnahagslífinu. Lausn á þessu Icesave máli er orðið brýnt að klárist á næstu vikum.
Vonir um lausn þess hafa vaknað eftir að stjórn og stjórnarandstaða hafa sameinast um að knýja á Breta og Hollendinga um farsæla lausn.
Við bíðum þess.
En þegar losnar um lánafyrirgreiðslu og erlendir fjárfestar sækja á um orkusamninga- þá skapast hér hætta á nýrri græðgisvæðingu- að við kunnum okkur ekkert hóf.
Að hér eigi að rífa allt upp með látum-strax.
Mikilvægt er að röðun verkefna falli að okkar getu- að okkar vinnuafl sjái um allar þessar fyrirhuguðu framkvæmdir- að landið fyllist ekki af erlendu vinnuafli með erlendum verktakafyrirtækjum.
Og að örfáum árum liðnu sitji við uppi með sama ástand og nú er. Þessi hætta er fyrir hendi.
Græðgisliðið hefur lítið lært. Það er verið að fella niður risaskuldir þeirra og afhenda þeim hin föllnu fyrirtæki að nýju.
Mikilvægt er að stjórnvöld haldi með tryggum hætti um stjórnvölinn.
Atvinnuleysið ekki ásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.