Samtök atvinnurekenda klofin af skötusel

Mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði
Innlent | mbl.is | 25.3.2010 | 9:18
Ríkisvaldið 
þarf að vinna hraðar í opinberum framkvæmdum að mati FA. Félag atvinnurekenda segist standa við gerða kjarasamninga þrátt fyrir breytingar á stjórn fiskveiða. Félagið telur mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði, og það sé mikilvægt að fjárfestingarverkefni, stór og smá, verði að veruleika. Til þess þarf ríkisstjórnin að skapa hvetjandi umgjörð.
Lesa meira

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Það hefur ekki farið mikið fyrir Félagi atvinnurekenda (FA) í umræðunni.

 Samtök atvinnurekenda (SA) hafa ráðið umræðunni og ferðinni.

 Þau samtök virðast vera undirdeild í LÍÚ sérhagsmunasamtökum um einokun á fiskveiðum við Íslandsstrendur. Einokun á sameign þjóðarinnar allrar.

Þessa armur í LíÚ hefur nú lýst stríði á hendur þjóðinni- vegna þeirra óskammfeilni réttkjörinna stjórnvalda að leyfa frjálsar veiðar á nokkru magni af skötusel.

LíÚ telur að með þeirri ósvinnu sé verið að taka verðmæti sem annars rynnu í þeirra eigin vasa.

Og  SA undirdeildin í LíÚ hefur í kjölfarið sagt upp stöðuleikasáttmála sem verið hefur milli ASÍ og SA 

Ekki virðist Félag atvinnurekenda hafa haft mikið um það mál að segja- allt skal lúta einokunnarvaldi LíÚ.

Mikilvægt er að þjóðin taki hið fyrsta þennan einokunar kaleik  sem veiðiheimildirnar eru fyrir LÍÚ- frá þeim .

Fyrningaleið er gott fyrirkomulag. 

Ljóst er að núverandi ástand gengur ekki.

Efna þarf til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið - strax í vor....


mbl.is Mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Fyrningarleið er ekki góð leið Sævar. Gjafakvótann þarf að taka til baka með einni aðgerð. Þessa eign verður að strika út úr efnahag útgerðanna með einu pennastriki því þessi fölsun er engu betri en þær óefnislegu eignir sem loddarar fjármálaverkfræðinnar leifðu að væru skráðar til að auka veðhæfni fyrirtækja meðan útlánabólan stóð sem hæst.

Ef þau fyrirtæki sem mest skuldsettu sig ráða ekki við afborganir þá verða þau bara keyrð í gjaldþrot og skipin seld nýjum útgerðaraðilum. En fiskurinn í sjónum er bara hráefni sem verður að sækja áður en það verður að verðmætum. Það hljóta allir að átta sig á nema kannski hagfræðingar eins og Ragnar Árnason sem seldu sig LÍÚ og eru ekki marktækir því þeir gefa sér útkomuna og reikna svo!!!

Eigum við kannski að áætla hvað margir lítrar af heitu vatni er í hverri borholu Orkuveitunnar eða HS Orku og leifa þeim að eignfæra það ?  Þá mundi auðvitað staða þeirra gjörbreytast og allar dyr opnast fyrir meira lánsfé, en væri hin raunverulega geta til að standa undir skuldsetningunni meiri?  Ég held ekki

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband