Björgvin G. Sigurðsson víkur af þingi.

Björgvin víkur af þingi
Innlent | mbl.is | 15.4.2010 | 16:49
Björgvin G. 
Sigurðsson, fyrrverandi formaður þingflokks... Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að víkja tímabundið af þingi. Hann telur að vera sín á þingi geti truflað þá vinnu sem þingið er að sinna í framhaldi af birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi.
Lesa meira

---------------------------------------

Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður sýnir hér óvenjulegan kjark og hreinskiptni . 

Hann gefur með þessu fordæmi sem margir aðrir eiga að taka til fyrirmyndar. 

Björgvin G. Sigurðsson er í raun sá eini sem hefur axlað ábyrgð gagnvart þjóðinni .

Hann sagði af sér ráðherradómi í kjölfar hrunsins.

Og nú tekur hann sér leyfi frá þingstörfum til að gefa þingnefndinni sem fjallar um ráðherraábyrgð aukið starfsrými. 

Nú bíðum við þess að allir  stóru styrkþegar bankanna sem nú sitja á þingi- standi upp og yfirgefi þingsal.... þeirra tími er kominn.


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Nein það gera þeir ekki, siðleisi verður ekki læknað, þeir gerðu ekkert rangt.

Sigurður Helgason, 15.4.2010 kl. 17:20

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eigum við ekki frekar að kalla þetta þvingað fordæmi Sævar?  Mér til efs, að Björgvin hafi tekið þessa ákvörðun ótilkvaddur. En ég vil sjá Össur fylgja á eftir og helst Jóhönnu líka.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.4.2010 kl. 17:30

3 identicon

Ég tek hatt minn ofan fyrir honum á sama tíma og mér finnst það algerlega lýsandi dæmi um siðferði ALLRA  annara þingmanna að það skuli vera HANN - HANN sem "fékk" ekki einu sinn upplýsingar eða svo mikið sem að mæta á fundi.

Ingibjörg Sólrún á ALDEILIS eftir að svara fyrir það.

MargretJ (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband