Tvær lífeyrisþjóðir í landinu

LSR hækkar lífeyri
Innlent | Morgunblaðið | 29.4.2010 | 5:30
Lífeyrisþegar á
 fundi hjá lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Á sama tíma og lífeyrissjóðir eru almennt að taka ákvörðun um lækkun á lífeyrisgreiðslum hækka lífeyrisgreiðslur sem Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins greiðir til sinna sjóðsfélaga.
Lesa meira

Þetta er alveg ótrúlegt ranglæti. 

Almennir lífeyrirþegar búa við stórfellda skerðingu á lífeyri en lífeyrisþegar ríkis og bæja tapa engu- þvert á mót eru fullar verðbætur að auki á þeirra lífeyri.

Og skattgreiðendur borga með fallandi tekjum. 

Þetta er gríðarlegt þjóðfélagslegt óréttlæti sem verður að leiðrétta.

 


mbl.is LSR hækkar lífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér - ég tel að ef þetta færi fyrir Mannréttindadómstólinn þá yðri þetta fellt allt saman - gjörsamelga út úr öllu velsæmi svona nokkuð

Jón Snæbjörnsson, 29.4.2010 kl. 08:20

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Velkomin til nýja Íslands.

 Héðanaf verður það Ísí (eins og Stazi)

Vei ykkur er kusuð gamla komma með fögur loforð!

Óskar Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 10:46

3 identicon

Þessu verður því miður ekki breytt... Hvers vegna ættu stjórnmálamenn að vilja lækka lífeyrinn sinn? Sérstaklega þegar þeir geta hækkað hann og rukkað hann í formi hærri skatta.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Sævar Helgason

Forseti ASÍ telur að þessi ríkistryggði lífeyrissjóður sé kominn á endimörk og gjörbreytinga þörf. Almenningur getur ekki sætt sig við að halda þessu kerfi upp með skattaáþján á sama tíma og það sjálft er skorið niður við trog. Verkalýðshreyfingin getur komið ýmsu til leiðar. Og ekki er langt síðan eftirlaunamál ráðherra og þingmanna voru færð til fyrra horfs... eftir Davíðs ósómann.   Vilji er allt sem þarf.

Sævar Helgason, 29.4.2010 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband