3.5.2010 | 09:14
Verkalýðsforingi yfir Sparisjóði og lífeyrissjóði
Sat beggja vegna borðs
Kristján telur ekki óeðlilegt að hann hafi setið beggja vegna borðs og varar við nornaveiðum.
Innlent 08:40 3. maí 2010Verkalýðsforkólfurinn Kristján Gunnarsson var stjórnarformaður Sparisjóðs Keflavíkur þegar hann féll. Lífeyrissjóðurinn Festa tapaði á annan milljarð króna vegna gjaldþrotsins. Kristján telur ekki óeðlilegt að hann hafi setið beggja vegna borðs og varar við nornaveiðum.
Ég hef verið lengi í stjórnum báðum megin. Á síðasta ári var ég stjórnarformaður Sparisjóðs Keflavíkur en ekki stjórnarformaður lífeyrissjóðsins. Ég vék af fundi eða boðaði varamann fyrir mig í stjórn lífeyrissjóðsins þegar rætt var um málefni sparisjóðsins. Það virðist ríkja misskilningur um þetta atriði," segir Kristján. Hann segir leitt fyrir alla hvernig hafi farið fyrir sparisjóðnum en hann stýrði honum síðasta starfsárið. (DV 03.05.2010)
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Það er alveg ótrúlegt að lesa um þessa spillingu Kristjáns Gunnarssonar , verkalýðsforkólfs , stjórnarformanns Sparisjóðs Keflavíkur og stjórnarformanns lífeyrissjóðsins Festi.
Og hann skýlir sig á bak við að allt hafi þetta nú verið löglegt.
Hin merku orð Vilmundar heitins Gylfasonar eiga hér vel við "Löglegt en siðlaust "
Nú er þessi Sparisjóður Keflavíkur gjaldþrota og ríkissjóður hefur yfirtekið líkið.
Og lífeyrissjóðurinn Festi tapaði 1,6 milljörðum á viðskiptum formanns Sparisjóðs Keflavíkur við stjórnarformann lífeyrissjóðsins Festa- en það er einn og sami maðurinn.
Hann færði sig aðeins milli stóla vegna viðskiptanna.
Þetta er þvílíkt hneyksli að þessi maður ,,Kristján Gunnarsson á nú þegar að segja sig frá öllum embættum .
Rannsókn á þessu máli á að hefjast strax sem og öllu almennu lífeyriskerfi landsmanna.
Ekkert traust er lengur á stjórnum lífeyrissjóða landsmanna- eftir Hrun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.