10.5.2010 | 14:16
Skattlagabrot í vernduðu umhverfi
Geta greitt sekt en borga ekki
Innlent | mbl.is | 10.5.2010 | 11:16
Mikill meirihluti þeirra sem dæmdir eru í sekt vegna skattalagabrota eða svokallaðra hvítflibbabrota greiða aldrei sektina heldur gera hana upp með samfélagsþjónustu. Ríkisendurskoðun segir að sterkur grunur sé um að menn sem gátu greitt sekt hafi komist hjá því að greiða með samfélagsþjónustu.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Það er sama hvar borið er niður í laga og regluverkinu sem myndaðist í aðdraganda hrunsins.
Hvítflibbaglæpirnir m.a í formi skattsvika eru með þeim hætti að viðkomandi kemst upp með að greiða enga sekt.
Svokölluð samfélagsþjónusta er látin taka skellinn og engar fjársektir eru greiddar- þó viðkomandi sé ríflegur borgunaraðili fyrir sektinni.
Afnám laga og reglna í viðskiptalífinu virðist hafa verið orðið algert fyrir auðliðið.
Það er rétt sem fv. ritstjóri Morgunblaðsins segir : Þetta var orðið ógeðslegt þjóðfélag.
Stjórnvöld hafa verk að vinna að snúa ofanaf lög og regluleysinu í þjóðfélaginu.
Geta greitt sekt en borga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Athugasemdir
þetta kemur á óvart því hingað til hafa menn verið hundeltir alla ævi vegna skattskulda sem eru nota bene forgangskröfur.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.5.2010 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.