Útrásar"auðmenn" á flótta -leiknum lokið

Nú er komið að leikslokum hjá þessu þjóðníðingaliði sem ruplað hefur  og rænt hefur þjóðina á undan gengnum árum. 

 Sá þeirra sem stjórnaði stærsta bankanum er á flótta erlendis og er eftirlýstur af alþjóðalögreglunni fyrir fjársvik og skjalafals m.a. Nokkrir eru í einangrunargæslu á Litla Hrauni .

Stefna hefur verið birt í New York á hendur Baugs ,Fons og FL liðinu fyrir þjófnað að kr. 265 milljörðum frá Glitnibanka. Landsbankaliðið bíður uppgjörs.

 Allt glæpamál. 

 Áður hafði þetta lið rænt sparisjóðunum,öllum helstu fyrirtækjum landsins og hreinsað þau öllum verðmætum og síðan skuldsett þau upp fyrir rjáfur.

 Lífeyrissjóðir landsmanna hafa verið tæmdir að 50-60 % og þar með er  lífeyrir gamla fólksins kominn undir nauðþurftarmörk.

Skattlagning þjóðarinnar nokkra áratugi fram í tímann vegna gjörninga þessara manna- er staðreynd.

Þetta eru mestu ólánsmenn Íslandssögunnar.

 Vitorðsmenn  þessara ólánsmanna  skipta hundruðum og eru af ýmsum menntagráðum.

Þjóðin er tausti rúin á alþjóðavettvangi. 

En vinir hafa komið til hjálpar og ber þar hæst Evu Joly hinn norska lögmann sem starfar í Frakklandi. Margir fleiri erlendir þekkingar og reynslumenn á ýmsum sviðum hafa lagt okkur ómetanlegt lið við uppgjörið. 

Embætti sérstaks saksóknara er bæði akkerið og drifkrafturinn í að einangra allt þetta íslenska glæpalið og færa það til ábyrgðar. Núverandi fjármálaeftirlit er nú mjög virkt.

Og þetta glæpalið sem svona hefur rústað þjóð sinni á þann kost einan ,vilji það öðlast endurnýjum lífdaga á Íslandi ,og sá kostur er að játa glæpi sína og skila þjóðinni öllum þeim fjármunum sem þeir hafa stolið og komið fyrir í skjólum þagnarinnar erlendis svo og eignum sem keypt hafa verið fyrir þýfið. 

 Ef ekki- verður líf þessa fólks - líf hins eilífa flóttamans- til æviloka. Fyrirlitið.

Síðan er uppgjörið við stjórnmálaöflin -styrkþegaliðið sem gerði þessu glæpaliði myrkraverk sín möguleg. Það uppgjör verður að fara fram-undanbragðalaust.

Fyrr verður ekki friður íþessu  landinu.


mbl.is Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er afbragðssamantekt; veislunni er lokið bæði hjá stjórnmálamönnum og óreiðumönnunum.  

Þú kemur inn að kjarna málsins, nefninlega varðandi uppgjörið.

Stjórnmálamenn eiga þann kost núna, hver fyrir sig, að axla ábyrgð. Það kemur sá tími að það verður of seint fyrir þá. Það eru ýmis teikn á lofti varðandi það.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Agla

Í sakleysi mínu hélt ég að "stjórnvöld" væru okkar vörn gegn lögbrjótum og að það væri í verkahring Alþingis að semja lög til verndar hagmunum þjóðarinnar sem heild með réttindi einstakra þegna ofarlega í huga. Þetta virðist hafa verið misskilningur.

Agla, 14.5.2010 kl. 13:17

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Því miður Sævar, þá hafa bara nýjir níðingar tekið við keflinu. Sjáðu bara Arion og Landsbankann. Það er verið að skipta góssinu uppá nýtt og nýja stjórnmálastéttin er ekki hótinu skárri en sú gamla

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.5.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband