Auðlindir Íslands í hendur útlendinga

  Ræddu við lífeyrissjóði
Innlent | mbl.is | 17.5.2010 | 10:51
HS Orka Forsvarsmenn Magma Energy ræddu við lífeyrissjóði um að taka þátt í fjárfestingunni í HS Orku. Heildarfjárfesting Magma í HS Orku nemur nú um 32 milljörðum króna.
Lesa meira

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þessi gerningur að selja Hitaveitu Suðurnesja til þessa erlenda skúffufyrirtækis - er hörmulegur. Allur nýtngaréttur á jarðhita á Reykjanesskaganum er kominn í erlendar hendur.

 Þetta er nákvæmlega sami gerningur á átti að eiga sér stað með Orkuveitu Reykjavíkur í hinu svokallaða REI máli. Þeim gerningi tókst að afstýra á elleftu stundu. Sami aðili ,Geysir Green , er nú gerandinn í auðlindasölunni til Magma skúffufyrirtækisins.

Samningurinn nú er til 45 ára og væntanlega framlengjanlegur um annað eins eða að lágmarki 90 ár. Þann tíma hafa Íslendingar ekkert með orkuna á Reykjanesi að gera. Allur arður af vinnslunni fer úr landi. Heyrst hefur að greiðslan séu 32 milljaraðar ,greitt með kúluláni og tryggt í bréfunum sjálfum. 

Sem sagt gamla útrásargernings-ómyndin.  Þau lög sem Sjálfstæðisflokkur og Samfylking  settu varðandi eignarhald þjóðarinnar á jarðhitanum eru lítilsvirði. Með þessum gerningi hjá Hitaveitu Suðurnesja er farið  gróflega kringum þau lög. Auðlindinni afsalað úr landi.

Og þessi náungi hjá Magma ætlaði ennfremur að læða krumlunni í lífeyrissjóðina til fjármögnunnar á kaupunum- sem betur fer var því hafnað.

 Ef einhver dugur er eftir á Alþingi ber því að setja lög nú þegar sem koma í veg fyrir svona hörumulega gjörninga.

Þetta er svartur dagur fyrir íslenska þjóð.


mbl.is Ræddu við lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband