25.5.2010 | 21:40
Atvinnubótavinna nútímans.
Stóru verkefnin skortir
Innlent | mbl.is | 25.5.2010 | 20:38
Ríkisstjórnin hefur vissulega verið að gera eitt og annað en það eru stóru verkefnin sem skipta höfuðmáli sem hafa ekki komist í framkvæmd, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðspurður um viðbrögð fjármálaráðherra við gagnrýni ASÍ á aðgerðaleysi stjórnvalda.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Eru þeir hjá Samtökum atvinnulífsins alveg ósjálfbjarga nema Ríkið standi fyrir stórfelldum atvinnuaukandi verkefnum ?
Hvar er hið margrómaða einkaframtak nú ?
Og ef ekki Ríkið- þá er þess krafist að lífeyrissjóðirnir leggi fram peninga ellilífeyrisþega til að standa fyrir verklegum framkvæmdum.
Aðalkröfurnar eru á að virkjanaframkvæmdir verði hafnar í stórum stíl. Þegar aðkomu lífeyrissjóðanna að þeim framkvæmdum er óskað af hálfu hins opinbera- þá er skellt í baklás hjá lífeyrissjóðunum. Verkefnin virðast ekki vera arðbær.
Það eru fyrst og fremst verktakar og verkfræðistofur sem knýja á með virkjanir. Það er dýr atvinnubótavinna. Vegaframkvæmdir eru sennilega miklu arðsamari svo og viðhald ýmiskonar hjá hinu opinbera. En slappleiki SA án aðkomu Ríkisins er sláandi.
Stóru verkefnin skortir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.5.2010 kl. 12:54 | Facebook
Athugasemdir
einkaframtakið er ekki hrifið af þeim okur vöxtum sem eru hér, samtök atvinnulífsins eru búnir að benda á þetta margsinnis. stýrivextirnir svo háir að jafnvelbananalíðveldi reka upp stór augu.
GunniS, 26.5.2010 kl. 00:22
Atvinnulífið er og hefur alltaf verið háð ríkinu. Einkaframtak getur aðeins dafnað í skjóli góðar löggjafar og ríkisstjórnar. Þetta á við hvar sem er í heiminum!
Bjarni (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 05:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.