Að loknum kosningum-hreinsun flokkanna

Karl Th. vill að Dagur víki
Innlent | mbl.is | 31.5.2010 | 10:22

Dagur B. Eggertsson ræðir við Guðrúnu Ögmunsdóttur á...Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, telur að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, eigi að víkja og hleypa Hjálmari Sveinssyni, sem skipaði fjórða sætið á lista flokksins í Reykjavík, að. Þetta kemur fram í pistli Karls á vefnum Herðubreið. Karl er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Lesa meira

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Allt frá útkomu rannsóknarskýrslu Alþingis hafa verið háværar kröfur til fjórflokksins um að hreinsað yrði út innan flokkanna  , einkum þeirra  sem bersýnilega hefðu verið á launum auðmanna viðskiptalífsins í aðdraganda hrunsins.

 Og þar með verið gerendur hrunsins. Ekki gætt almannahags við stjórnsýsluna.

 Ef þessi mikilvæga hreinsun færi ekki fram fyrir vorkosningarnar- þá yrði ráðningin sem þeir fengju af hálfu kjósenda-hörð.

 Nú hafa sveitastjórnarkosningarnar farið fram og hirtingin sem fjórflokkurinn fær ,er afgerandi.

Þeir eru rústir einar.

Þeir flokkanna sem nú taka til við að hreinsa út  stjórnmálaliðið sem var við völd í aðdraganda hrunsins og endurmeta allt sitt  starf í þágu lands og þjóðar-eiga von- hinir ekki.

Árangur Bestaflokksins er snilld hans við að sýna fjórflokkinn með spegli spésins , hroka hans ,firringingu og einangrunar frá almenningi.

 Bestiflokkurinn er skilgetið afkvæmi Búsáhaldabyltingarinnar-kafli 2. 

 Fjórflokkurinn hefur svikið  almenning um stjórnlagaþing og persónukjör-sem lofað var.

 Nú er klárt að þær kröfur fá mjög aukið vægi og með þungri baráttu. Og varðandi stjórnlagaþing verða kröfurnar þær að þingmenn og ráðherrar eða varaskeifur þeirra - komi þar hvergi nærri.

 Þjóðin á að fullgera sína framtíðar stjórnarskrá.

Fullvíst er að almenningur mun fylgjast grannt með þeirri hreinsun og endurskoðun sem liggur fyrir flokkunum á næstu dögum,vikum og mánuðum.

 Það verður kosið á landsvísu síðar.

 Þá lifa þeir af sem skilja skilaboð kosninganna af auðmýkt , með þjóðarhag í fyrirrúmi, og  hreinsa allt illgresið út-þeir munu öðlast traust.


mbl.is Karl Th. vill að Dagur víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband