Eru ESB átakalínurnar að riðla flokkakerfinu ?

Óþarfi að sundra flokksmönnum
Innlent | mbl.is | 26.6.2010 | 20:32

Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Það var hart tekist á á landsfundi Sjálfstæðislokksins í dag, þegar málefni Evrópusambandsins báru á góma. Mikill hiti var í salnum þegar ályktun um Evrópusambandið var rædd og gengu ósáttir landsfundarmenn á dyr, þegar niðurstaða fundarins lá fyrir.
Lesa meira

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hörð og afdráttarlaus samþykkt sem andstæðingar ESB aðildar innan Sjálfstæðisflokksins náðu fram á  aukalandsfundi þeirra-markar tímamót hjá þessum flokki.

 Ljóst er að ESB aðildarsinnar innan flokksins una ekki þessari niðurstöðu . Sjálfstæðisflokkuirnn er í uppnámi. Stofnun á nýjum miðju/hægri flokki er í uppsiglingu.

 Hætt er við að þessi niðurstaða hafi mikil áhrif innan annara flokka. Ljóst er að innan allra fjórflokkanna eru átakalínur vegna ESB aðildar-þó minnstar hjá Samfylkingunni.

 Niðurstaða nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga sýndi að fjórflokkurinn er í uppnámi .

 Átakalínurnar í íslenskri pólitík snúast um ESB aðild . Baráttan er hafin.


mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Klukk

Það þarf að losa Sjálfstæðisflokkinn við þessa óværu sem kallast ESB-sinnar. Hún, óværan, á enga samleið með heiðarlegu og dyggu Sjálfstæðisfólki.

Klukk, 27.6.2010 kl. 02:58

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Orð öfgaþjóðernissinnana eru hárrétt og örugglega til bóta að þurfa ekki að burðast með ólíkar skoðanir innanborðs í Sjálfstæðisflokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 12% í síðustu kostningum og núna fara þetta 4-6% til viðbótar og flokkurinn þá kominn niður 17-19%. Þetta svipað fylgi og Framsóknarflokkurinn er með og því alls ekki um stóran flokk að ræða lengur - bara lítinn sætan öfga hægri flokk.

Ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum að lokinni afgreiðslu tillögu um hvort Sjálfstæðisflokkurinn vildi draga ESB umsóknina til baka. Þar með hætti ég í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn fulltrúaráðs Reykjanesbæjar, stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíking og kjördæmisráði flokksins í Suðurkjördæmi.

Ég hef hins vegar alls ekki breyst í sósíaldemókrata vegna þessa, heldur er áfram sami frjálslyndi miðju-hægri maðurinn og ég hef alltaf verið. Nú er auðvitað „pólitískur munaðarleysingi en ætla að koma mér upp nýrri pólitískri fjölskyldu á næstu vikum og mánuðum, þ.e. nýr stjórnmálaflokkur er í uppsiglingu.

Birni Bjarnasyni og náhirð hans tókst í gær að kljúfa frjálslynda og íhaldsmanna, eftir þokkalega sambúð frá árinu 1929.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið klofinn upp í öreindir! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2010 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband