Setur Alþingi forsetan af ?

Forsetinn boðar blaðamannafund
Innlent | mbl.is | 10.4.2011 | 10:56

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Fundurinn verður á Bessastöðum og hefst klukkan 15.00.
Lesa meira

Vonandi hefur Alþingi döngun í sér til að setja þennan mann af og út af Bessastöðum-hið fyrsta


mbl.is Forsetinn boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþingi getur ekkert gert, það þarf þjóðina til.  En aftur á móti getur Ólafur, sent alþingi heim.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:18

2 identicon

Alþingi getur sett forseta af en ólíklegt er að það gerist. Í nýrri stjórnarskrá verður skilgreint nýtt hlutverk forseta eða embættið lagt af.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:32

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það væri bónus ofan á nýjustu gleðitíðindin að setja þessa handónýtu ríkisstjórn af.

Örn Gunnlaugsson, 10.4.2011 kl. 11:34

4 identicon

Afhverju ætti að setja þennan mann af? Veit ekki betur en að hann hafi, sem forsteti, gert þjóðinni kleift að taka sjálf ákvörðun í erfiðu máli sem ljóst var fyrirfram að þjóðin vildi sjálf fá að taka ákvörðun um. Ólafur er ekki gallalaus maður og ekki allir sáttir við hans verk sem forseti, en hann hefur þó sýnt dug og þor í hinum ýmsu málum, eitthvað sem forverar hans hefðu sennilega aldrei þorað að sýna. Og fyrir þetta hefur hann að nýju öðlast virðingu margra sem annars höfðu snúið við honum baki, já og jafnvel ekki virt hann áður.

Burt séð frá því hvort ég sé sáttur eða ósáttur við niðurstöðu þessarar kosningar þá er ljós að ef þetta embætti væri ekki til staðar með málskotsréttinum þá væri sennilega búið að múlbinda þjóðina í skuldaklafa þess samnings sem hafnað var fyrir ári síðan.

Guðmundur (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:43

5 identicon

Þú ert algjör hálfviti afhverju ætti hann að segja af sér þegar hann gerði rétt með að setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu?? Ólafur er búinn að bjarga Íslandi meira á einum degi(deginum sem hann neitaði að skrifa undir) en það sem þessi skíta ríkisstjórn er búin að gera síðan hún komst til valda! Ég vill að þessi ríkisstjórn segi af sér og boðað verði til kosninga því ég treysti ekki þessum fábjánum til að stjórna landinu lengur!!! Eins má henda fíflinu sem situr í seðlabankanum út! Kominn með ALVEG nóg af þessu HELV'ITIS BULLI!

Sigurður (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 12:23

6 Smámynd: Sævar Helgason

Alþingi Íslendinga -réttkjörið -samþykkti Icesave samningna með 70% arkvæðamun . Það er mikill meirihluti.

Þessi á Bessastöðum tók völdin að fulltrúm okkar að hinu háa Alþingi svona einn og sér.

Það kemur í ljós innan 6-10 mánaða hvaða gæfa hefur fylgt þeirri valdayfirtöku. Þá gala þeir hæst sem sögðu NEI við góðum samningum.  Lífskjörin fara nokkuð hratt niður og við verðum bara að bíða í það....

Sævar Helgason, 10.4.2011 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband