31.5.2011 | 23:16
Seglskúta vélvana útaf Straumsvík
Þetta er dálítið undarlegt. Aðalbúnaður skútu eru seglin. Vél er varabúnaður. Eitthvað meira hefur verið að í þessu tilviki. Einn mikilvægasti neyðarbúnaður um borð í skipum fyrir utan gúmbátana er akkerisbúnaður. Það virðist ekki hafa verið til staðar í þessu tilviki. Ég er mikið að sækja sjó á smábát hérna útaf ströndinni bæði utan Hafnarfjarðar og Reykjavík. Akkerisbúnaður minn er eitt fastsetningaakkeri við botn - á allt að 40 m.dýpi svo og tvö samtengd rekakkeri. Í álandsvindi og öldu er þetta mikill öryggisbúnaður - bili vélbúnaður. Getur ráðið úrslitum meðan beðið er aðstoðar.
Skútu rak vélarvana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.