Að róa kayak um Kleifarvatn á Reykjanesi

Það var laugardaginn 3. September 2011 að Kayakklúbburinn í Reykjavík efndi til kayakróðrarferðar um Kleifarvatn.

Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli. Vatnsborð þess hækkar og lækkar til skiptis á nokkurra ára fresti eða um fjóra metra.

Þessar vatnsborðsbreytingar virðast fara eftir úrkomumagni en mikill fjallabálkur er austan megin við vatnið –snjóþungur á vetrum.

Það var safnast saman við norðurenda vatnsins undir Vatnshlíðinni-alls 26 kayakræðarar um kl 9.30 . Veður var mjög gott stilla á vatninu og hálfskýjað í lofti-hlýtt.

Gert klárt fyrir róður um Kleifarvatn ( ath, að tvísmella á myndirnar til að stækka þær) 

 Kleifarvatn 002

Og kl. 10 var lagt af stað í hringróður um Kleifarvatnið- alls um 11-12 km vegalengd. Þetta var fríður floti og kynjahlutfall ræðara nokkuð jafnt. 

Í júní árið 2000 urðu miklir jarðskjálftar þarna við Kleifarvatnið og opnuðust sprungur í botni þess við lætin. Þá lækkaði allhressilega í vatninu en hefur hækkað nokkuð í því á síðustu árum-en nú er það tekið að lækka á ný.

Munnmæli herma að skrímsli hafi haldið sig við Kleifarvatn og sést þar endrum og eins. Á það að hafa verið í ormslíki,svart að lit. 

Róið með Vatnshlíðinni

Kleifarvatn 009

Verulegur jarðhiti er syðst í vatninu og standa gufubólstrar þar upp. Einnig eru víða volgrur í vatninu sem gerir það varasamt yfirferðar á ís að vetri. 

Okkur miðaði róðurinn vel og fyrr en varði vorum við komin fyrir Vatnshíðina og Hvammahraunið blasti við að austan.

Hvammahraun er komið frá Eldborgum í Brennisteinsfjöllum

Róið undan Hvammahrauni 

Kleifarvatn 013

Þegar Hvammahrauni sleppir og nokkuð frá vatninu er velgróin fjallsbrekka sem er nokkuð merkileg. Hún heitir Gullbringa og dregur heil sýsla nafn sitt af henni- Gullbringusýsla. 

 Og áfram er róið og stefnan sett á Hvamma sem eru vestan við hverasvæðið . Þar skyldi tekin góð kaffipása.

Róið útaf hverasvæðinu við Hvamma sem eru í suðurenda Kleifarvatns

Kleifarvatn 014

Þetta hverasvæði myndaðist í jarðskjálftanum árið 2000 jafnframt því sem snarlækkaði í vatninu.

Að róa að og með þessu svæði á kayak er einstætt sjónarhorn og upplifun

.Og nú var tekin hvíldar ,kaffi og spjallpása þarna í Hvömmum.

 

Kleifarvatn 021

Að lokinni góðri samverustund þarna í Hvömmun við hverasvæðið í suðurenda Kleifarvatns var róðrinum haldið áfram.

Nú var stefnan yfir á vesturströnd vatnsins.

Tveir stapar ganga út í vatnið að vestanverðu. Syðristapi fyrir miðju vatni en norðar er Innristapi með Stefánshöfða.

 Stefánshöfði heitir eftir Stefáni  Stefánssyni (Stebba guide, 1874-1944) Stefán setti fram þá ósk að ösku hans yrði dreift yfir vatnið að honum látnum. Öskunni var dreift frá Innristapa þar sem nú heitir Stefánshöfði.

Við stefndum á Syðristapa. Nú var komin nokkur norðanvindstrengur og nokkur alda.Okkur miðaði vel að Syðristapa þrátt fyrir nokkurn mótvind og öldu.

Stefnt á Syðristapa, sem skagar út í vatnið

Kleifarvatn 027

Sveifluháls liggur með endilöngu Kleifarvatni að vestan  . Sveifluháls byggðist upp í sprungugosum undir ís en náði aldrei gegnum ísinn. Þetta eru því móbergsfjöll.

Og ýmsar skemmtilegar jarðmyndanir eru við vatnið mótaðar úr móberginu fyrir áhrif vatns og vinda.

Kleifarvatn 036

Þegar komið var framhjá Innristapa og Stefánshöfða var stefnan sett í austur að Vatnshlíðinni það sem bílarnir biðu okkar. 

 11,6 km afbragðs góðum kayakróðri um Kleifarvatn lauk þar um kl 15.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband