Sjávarorkan í mynni Hvammsfjarðar-virkjanir fyrr og nú

Hlutverk sjávarorku lítið næstu ár
Innlent | mbl.is | 12.3.2012 | 20:43

Brim við Þorlákshöfn. Ólíklegt er að sjávarorka gegni stóru hlutverki í orkubúskap Íslendinga á næstu áratugum. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar, sem telur að áður yrði kastvarmi og lághitasvæði nýtt.
Lesa meira

 Brattistraumur við Gvendareyjar í mynni Hvammsfjarðar

Brattistraumur í hamSjávarfallastraumarnir í mynni Hvammsfjarðar í Breiðafirði eru mestu einstakir straumar hér á  landi

Eyjaklasinn þvert yfir fjörðinn myndar einskonar þröskuld milli Hvamms-fjarðar og Breiðafjarðar. Og 4 sinnum á hverjum sólarhring verða þarna miklir straumar við aðfall og útfall sjávar.

Mest er sjávarmagnið og straumurinn í Röstinni. Þar getur straumhraðinn farið í allt að 25 km.hraða/klst.

Nokkur annmarki er samt á að virkja þessa orku vegna liggjandans á milli falla en þá lægi framleiðsla niðri.

Samt gefur nútíma tækni þann möguleika að nýta þetta með venjulegri vatnsafsvirkjun um tölvutækni.

Það gæti hentað með lítilli vatnsaflsvirkjun sem þá á liggjandanum framleiddi á fullum afköstum en minnkaði afköst á straumtíma sjávar. Þarna eru mikil verðmæti geymd til framtíðarnota.  Myndin hér að ofan er af Brattastraumi við Gvendareyjar sunnalega í mynni Hvammsfjarðar skammt norðan Álftafjarðar.

Þetta er mikið straumfall.  Það eru margir svona álar milli allra þessara mörgu eyja sem unnt er að virkja.

Og þessir sjávarfallastraumar þarna voru virkjaðir seinnihluta átjándu aldar  í Brokey .Þar sem sundið er þrengst milli Brokeyjar og Norðureyjar var sett upp lítil virkjun sem fékk afl sitt frá miklum straumi sem þarna myndaðist við sjávarföllin . Aflið var notað til að knýja kornmyllu. Myllan virkaði mjög vel. Ennþá er uppistandandi mylluhúsið og aðrennslisskurðurinn þarna í Brokey.

Frá Brokey. Stóriðja

Fremst á myndinni er mylluhúsið með fyrstu sjávarfallavirkjun á Íslandi

Ef vel er skoðað þá sést sjávarstraumurinn á leið inn í Hvammsfjörð.

Á þessum slóðum er mikill hæðarmunur milli flóðs og fjöru eða > 4 metrar. Þessi mikli hæðarmunur myndar þessa miklu strauma.

Myndin er tekin frá Brokey og yfir í Norðurey. Fellsströndin fjærst.

Þannig að þessi náttúrugæði hafa verið nýtt þarna og það til nokkurar stóriðju þess tíma.  Þessi orka er þarna og bíður nýtingar. Það er einkar umhverfisvænt að virkja þarna. Hverflarnir yrðu neðansjávar og engir stíflugarðar né uppistöðulón-allt í raun óbreytt ofansjávar....

 


mbl.is Hlutverk sjávarorku lítið næstu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband