10.11.2024 | 13:51
Fjármagnstekjuskattur er víðáttumikil skattheimta
Fjármagnstekjuskattur er nú 22 %.
Þetta er skattur sem m.a er lagður á sparifé fólks um verðtryggða banka reikninga.
Mikill fjöldi eldriborgara hefur í áratugi lagt sparnað sinn inn á svona reikninga- til nýtingar eftir starfslok.
Þeir hafa nokkuð haldið verðgildi sínu-en rýrna samt um þessa 22 % skattlagningu.
Þetta fé hefur áður gengið um skattlagningu sem vinnulaun.
Einnig er mikið um að eldriborgarar selji íbúðir sínar og nýti fjármunina til leigu í húsnæði og þjónustu fyrir eldriborgara -ævina á enda. *
Þá fjármuni verður að vista á verðtryggðum reikningum bankanna -meðan þeir renna til búsetu- smá saman -til æviloka.
Verðtrygging er grunnur svona gjörninga. Nú hugnast stjórnmálaflokkum að sækja fé í þessa gamlingja-um 25 % fjármagnstekjuskatt.
Vonandi verður sanngirni höfð að leiðarljósi við sókn í þessa fjármuni.
Tæpast eru gamlingjar í svona stöðu -hin breiðu bök-í ellinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Facebook
Athugasemdir
Því ber að halda til haga að fjármagnstekjuskattur er ekki lagður á eignir, heldur á tekjur af eignum. Það því ekki um tvísköttun að ræða. Það má teljast vafasamt réttlæti, jafnvel óréttlæti, að skattleggja verðbætur. En vextir umfram verðbætur er tekjur sem er réttlátt að skattleggja með sama hætti og launtekjur
Bjarni (IP-tala skráð) 10.11.2024 kl. 17:15
Verðbætur teljast til vaxta í skilningi laga um tekjuskatt.
Ef því yrði breytt og verðbætur undanskildar fjármagnstekjuskatti myndi það skapa ójafnræði gagnvart þeim sem eiga sparifé á óverðtryggðum reikningum þar sem vextir af því yrðu eftir sem áður skattlagðir að fullu.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2024 kl. 18:36
Það er verið að leggja til í stjórnmálaheiminum að aukning verði um 20% frá núverandi skattlagningu -að álagið fari úr 20 % sem síðasta stjórn kom álaginu í og verði 25 %
Það er verið að auka alagið umfram annað í þessum geira.
Sævar Helgason, 10.11.2024 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.