Eldri borgarar

Flest viljum við verða langlíf , samt vilja fáir verða aldraðir . Hvort sem okkur líkar þetta samspil betur eða verr , þá er samt staðreyndin sú að langlífi og öldrun fara saman .

Síðan er mikill munur á milli heilsufars og lífskjara þeirra sem komnir eru á  efri ár eftir að vinnudeginum er lokið og eftirlaunaaldurskeiðið tekið við, hér hjá okkur á þessu landi.

Lífeyrismál eldri borgara eru ærið mismunandi og hjá stórum hópi hreinlega til vansæmdar hjá einni af ríkustu þjóðum heims. Fyrir nokkrum árum samþykkti hið háa Alþingi alveg einstök eftirlaunakjör fyrir ráðherra, þingmenn og ýmsa æðstu embættismenn. Þessi kjör eru svo einstök að viðkomandi getur farið á eftirlaun innan við sextugt en haldið samt áfram störfum hjá hinu opinbera alveg til sjötugs og verið á fullum eftirlaunum samtímis og fullum starfslaunum... ótrúlegt en satt.

Þeir sem  hafa starfað hjá hinu opinbera,opinberir starfsmenn, alla sína starfsævi, njóta góðra og tryggra eftirlauna sem ávallt halda sínu verðgildi, gulltryggðu af ríkinu.

Þá eru það þeir sem starfað hafa á hinum almenna vinnumarkaði alla sína starfsævi.Lífeyriskjör þeirra eru afar mismunandi ,hjá sumum hópum góð , en hjá stórum hópi alveg afleit.

Þegar núverandi lífeyriskerfi á hinum almenna vinnumarkaði var komið á kringum 1970  voru að fara í hönd óðaverðbólgutímar sem á næstu áratugum fóru mjög illa með þessa almennu lífeyrissjóði...verðgildið brann upp. Einnig fóru margir sjóðir illa eða hurfu vegna slæmrar fjármálastjórnunar og jafnvel hreinna svika. Allt þetta leiddi til þess að stórir hópar hafa mjög slæm eða engin lífeyrisréttindi utan þess sem almannatryggingar veita til að draga fram lífið

Síðan er innibyggt í þetta almenna lífeyrissjóðakerfi að sjóðfélagar sjá í raun um tryggingar fyrir félaga sína í sjóðnum komi til veikinda eða örörku fyrir töku lífeyris. Þessi háttur skerðir síðan lífeyrisgreiðslur allra í viðkomandi sjóði. Maður spyr til hvers erum við að borga skatta að auki til almannatrygginga ?

 Síðan eru það skattamálin. Að aldraðir skuli þurfa að greiða fullan skatt af lífeyristekjum sem eru á bilinu 90-150 þús. kr. á mánuði er að mínu mati hrein hneisa og til vansæmdar.

Fjármagnseigendur meðal aldraða greiða aðeins 10% í skatt af sínum tekjum.

Lífeyrir frá lífeyrissjóðum er að ¾ hluta til kominn vegna fjármagnstekna sjóðanna... þarna er misræmi á milli sem ber að leiðrétta.

Síðan eru það allar þessar skerðingar sem innbyggðar hafa verið í lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunnar ríkisins... það er aðeins á valdi innvígðra sérfræðinga að skilja þann frumskóg. Mikið óréttlæti þar.

Ljóst er að stjórnmálanna býður það verkefni að jafna lífeyriskjör aldraða í landinu...þetta gífurlega misvægi er ólíðandi.

Í heilbrigðismálum aldraða er pottur brotinn. Talið er að yfir 400 aldraðir séu í brýnni þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Verulegur hluti þeirra dvelja nú á hinum almennu spítölum .

Í þessum málaflokki býður stjórnmálanna mikið verkefni , að stórauka hjúkrunarými fyrir aldraða.

Það verður spennandi að fylgjast með störfum Alþingis nú á haustdögum og sjá hvort örlar á áhuga þingmanna til að vinna málum þessum brautargengi.

Nóg að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband