1.9.2007 | 21:45
Grímseyjarferjan
Það liggur smáskip í höfninni í Hafnarfirði,einlitt,hvítmálað. Skip þetta sýnist á byggingastigi. Ekki eru sýnilegar neinar rúður í hinum fjölmörgu gluggum skipsins og því sennilega allt óinnréttað.
Skip þetta mun vera hin væntanlega "nýja" ferja fyrir Grímseyjinga . Skipið mun vera gamall dallur ,írskur að uppruna. Miklar umræður hafa verið um skip þetta í nokkrar vikur og ekki að ófyrisynju. Sem gamall verkefnastjóri til áratuga við stærri vélaframkvæmdir hjá einu af stærra iðnfyrirtæki landsins, þá er vart hægt annað en að leggja orð í belg.
Verkferlar við þessa framkvæmd virðast eftir ábyrgum ummælum hlutaðeigandi vera:
- Lagt var til að kaupa þetta gamla skip , það fáist á mjög lágu og hagstæðu verði. Gera síðan skipið upp á hagkvæmu verði í skipastöð í austur Evrópu. Þetta er tillaga skipaverkfræðingsins sem metur verkið fyrir verkkaupa.
- Skipið er síðan keypt á ekkert of hagstæðuverði og að lítt aðhuguðu ástandi þess m.a virðist það ekki hafa verið tekið í slipp til skoðunar á byrðingi þess.
- Í stað þess að endurbyggja skipið í austur Evrópu þá er tekin ákvörðun um að endurbyggja það hér innanlands.
- Á endurbyggingartímanum koma fram ítrekaðar óskir um breytingar á hinu og þessu m.a sett upp perustefni.
- Ýmsir verkþættir á endurbyggingatíma virðast ekki hafa verið skýrt afmarkaðir og verð þeirra markað fyrirfram.
- Mikil dráttur virðist hafa orðið á framkvæmdinni hjá verktakanum í Hafnarfirði .
- Kostnaðaráætlun var uppá ca 150 milljónir kr.
-Kostnaður er þegar orðinn milli 400 og 500 milljónir og mikið verk óunnið til verkloka.
Nú er spurt hver er ábyrgur fyrir þessari verkefnastjórnun ?
Sumir hafa viljað kenna skipaverkfræðingnum um allt sem úrskeiðis hefur farið..er það rétt ?
Hver áhvað að breyta öllu verkferlinu , endurbyggja skipið innanlands, ítrekaðar breytingar á endurbyggingartímanum og þar með sett allan kostnað í það uppnám sem við öllum blasir ?
Hver hefur kostnaðareftirlitið með framkvæmdinni...varla hefur skipaverkfræðingurinn alveg frítt spil um þá hlið.
Vegagerðin sem verkaupi..getur hún fengið hundruð milljóna í verkið án fjárheimilda?
Samkvæmt síðustu fréttum er komið tæringar gat á byrðinginn neðan sjólínu og var rekinn trétappi í gatið til að hindra að skipið sykki í höfninni.
Mér finnst að við hinn almenni skattgreiðandi eigum á því kröfu að farið verði í saumana á þessu máli og að sá sem ábyrgðina ber axli hana. Sjálfum finnst mér Samgönguráðuneytið vera í mesta hitanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.9.2007 kl. 08:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.