Auknir möguleikar á raforkusölu.

Samkvæmt fréttum í dag 6.09.2007 upplýsti iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, á fundi Skýrslutæknifél.Ísl. á Grand Hótel að þrjú fyrirtæki séu að íhuga uppsetningu á netþjónabúum á næstu 3-5 árum. Fram kom að raforkuþörfin gæti orðið 200-250 MW og jafnvel 350 MW væri horft til næstu 5-7 ára. Fari sem horfir í þessum efnum , þá eru aldeilis breyttir tímar í orkusölumálum okkar Íslendinga.

Fram að þessu hefur aðeins álvinnsla verið í boði, á hendi erlendra álfyritækja. Nú er jafnvel talið að við Íslendingar gætum sett sjálfir upp fyrsta netþjónabúið . Eins gott að orkufyrirtækin séu ekki búin að ráðstafa of miklu til væntanlegra álvers óska. Með aukinni raforkusölu , sem færi að megin hluta til netþjónabúa, er ljóst að komnar eru fram fleiri körfur fyrir orkueggin okkar. Áhættunni er dreift .

Spennandi hátæknistörf fyrir velmenntað fólk verða í boði í verulegum mæli , við starfrækslu þessara netþjónabúa. Og ekki síst fagnaðaefni  ef stór hluti af arðinum öllum yrði innanlands.

Það eru greinilega afar spennandi tímar framundan og nú er að vanda til verka á öllum þáttum.

Nóg að sinni 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband