Vistvæn orka- vistvæn orkunýting

Þeim fer  fjölgandi möguleikum okkar á að nýta hinar vistvænu orkulindir okkar.Nú eru það hin stóru netfyrirtæki sem beina sjónum sínum hingað til Íslands með þeim möguleikum sem hér eru fyrir hendi í orkumálum.

Það eru greinilega gjörbreyttir tímar frá því sem var fyrir fáeinum árum síðan þegar við þurftum að laða að álfyrirtæki til fjárfestinga hér á landi með "gulrótinni" um  að hér væri að fá ódýrustu og vistvænustu orku í heimi ásamt því að við værum afar sveigjanleg í umhverfismálum. Ljóst er að ástæðan er almennt hækkandi orkuverð í heiminum, einkum í hinum vestrænaheimi. Ef gengur eftir sem nú er í sjónmáli varðandi netþjónabúin , þá er ekki lengur um að ræða einsleita mengandi stóriðju í formi áliðnaðar sem hinn eina valkost.

Það sem gerir raforkusölu til netþjónabúa heillandi fyrir okkur er að þar fer saman vistvæn orkuframleiðsla og vistvæn orkunýting...allur ferilinn án mengunar andrúmsloftsins.

Einn stór kostur við þessi netþjónabú er að þau geta verið staðsett hvar sem er á landinu eða því sem næst.  Ekki nein smábylting þetta ef af verður.

Helsta áhyggjuefnið er það að við séum búin að rasa um ráð fram með orkuloforðum til gamaldags stóriðju í formi álvera, iðnaðar sem hin vestrænu ríki eru að losa sig við,umvörpum. Þó  skal ekki gert lítið úr þátttöku okkar í rekstri álvera...Álverið í Straumsvík greiddi mjög götu okkar inní tækniþróun atvinnulífsins um árabil. Nú er 21 öldin á bernskuskeiði og ný tækifæri blasa við okkur.

Þegar svo er komið að öflugasta iðnríki heims ,Bandaríkin, leitar til forseta Íslands með ósk um fræðslu varðandi jarðvarmanýtingu, þá held ég að við getum verið stolt og full sjálfstrausts á eigin getu og þekkingu.

 

Nóg að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband