15.9.2007 | 10:58
Samfylkingin og Grímseyjarferjan
Hvernig má það vera að Samfylkingin undir forystu samgöngumálaráðherra nánast "yfirtók" Grímseyjarferjuhneykslið...stjórnmálaflokkur sem kom ekki nálægt málinu á nokkurn hátt ? Og svarið er, óheppileg ummæli núverandi samgöngumálaráðherra og hans aðstoðarmanns.
Núverandi samgöngumálaráðherra verður að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Það sýnist liggja nokkuð skýrt fyrir hvaða þættir leiddu til þessa dæmalausa klúðurs sem Grímseyjarferjumálið er orðið.
- Ákvörðun um að afhenda VOOV í Hafnarfirði verkið að undangengnum verulegum afslætti frá útboðskröfum. Ráðherra aðgerð ?
- Frjálst aðgengi Grímseyjinga að verkinu á endurbyggingastigi með viðvarandi óskum um breytingar á hinu og þessu... með leyfi ráðherra ?
Og niðurstaðan er stjórnlaus kostnaðarauki frá upphaflegu kostnaðarmati.
Samfylkingin verður að koma sér frá þessu máli...það eru aðrir ábyrgir og þeir verða að svara fyrir það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Facebook
Athugasemdir
Sævar ! finnst þér óeðlileg að Grímseyingar hafi eithvað að segja um hvernig ferjan er búinn? Það er jú aðalega þeir sem koma til með að nota hana. Grímseyingar vildu ekki þetta umrædda sip samanber grein í mogganum í dag.
Ég er hræddur um að vestmannaeyingar vilji hafa einhver áhrif á það hvernig nýr Herjólfur verður, hvort sem hann á að sigla til Þorlákshafnar eða Bakkafjöru ef hún verður byggð. Ég man eftir því að það var töluvert rætt um það þegar Herjólfur var byggður hvort ætti að vera klósett í farþegaklefum, það þótti sumum ráðgjöfum vera óþarfi, en ég er hræddur um að menn vildu ekki þannig klefa í dag. Margt fleira var breytt frá fyrstu teikningum sem of langt mál væri að telja upp.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.9.2007 kl. 22:25
Að sjálfsögðu eiga Grímseyjingar að hafa ríka skoðun á málinu.
Það var bara ekki talað við þá fyrr en eftir að verksamningar voru undirritaðir og kostnaðarplanið fast sett. Síðan fær ráðherra mikla bakþanka , eftir heimsókn í Grímsey vegna annars máls. Þá er gefin heimild fyrir innkomu Grímseyjinga í málið og allar breytingaóskir sem Grímseyjingar koma með er komið inn í verkferlana á hinum ýmsu stigum verksins...þessi háttur hefur því miður reynst æði dýrkeyptur...allt kemur þetta fram í úttekt Mbl. um málið.
Ég óska Grímseyjingum alls hins besta og þessi umfjöllun mín um málið er fyrst og fremst til komin vegna skoðunar á því hvernig svona verkklúður gæti yfirleitt átt sér stað.
Sævar Helgason, 16.9.2007 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.