Fiskveiðistefna ríkisstjórnarinnar-- endurskoðun ?

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ,Þingvallastjórnarinnar, segir svo m.a " Gerð verði sérstök athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða " Í ljósi síðustu ákvarðanna varðandi aflaheimildir , þar sem veiðiheimildir fyrir þorsk er komnar niður í 130.000 tonn /ári , þá sýnist nokkuð klárt að ofangreind klásúla í stjórnarsáttmálanum ætti að vera nokkuð framalega á framkvæmdalista ríkisstjórnarinnar.

Þegar þessu aflamarkskerfi var komið á fyrir rúmum tuttugu árum þá var framtíðarsýnin sú að af því myndi leiða stór uppgangur á þorskveiðum frá því þá var... Virknin er alveg þveröfug , leyfilegur þorskafli fer síminnkandi og ekkert sem bendir til annars en að sú þróun haldi áfram.

Hvað veldur þessu hruni á þorskstofninum (þorskstofnunum) ? Ýmsar tilgátur eru nefndar :

-  Togararnir velja úr stærsta fiskinn (möskvastærð ) og hann hverfur smá saman úr stofninum, en sá minni verður að burðarfirski í stofninum og úrkynjun á sér stað og afleiðingin er minni afrakstur , minnkandi aflaheimildir.

-   Veiðarfæri togaranna verða sífellt stærri og þyngri. Eyðileggingaráhrif þessa veiðarfæra á botninn og botnlífið frá öllum þessum stóra flota hljóta að vera gífurleg.

Uppeldis og vaxtarskilyrði lífríkisins þar sem þessi veiðiskapur er stundaður rýrna stórum..afrakstur minnkar, minnkandi aflaheimildir.

-  Mokveiðar á loðnu, uppistöðufæðu þorsksins . Fæðan tekin frá þorskinum í stórum stíl,           afrakstur minnkar, minnkandi aflaheimildir.

-  Brottkast á fiski sem ekki nær hámarksverðmæti og meðafli utan kvóta viðkomandi.                 Meiri raunveiði er stunduð úr síminnkandi stofni. Þau verðmæti falla dauð niður.

 Svona mætti áfram telja . Aflaheimildir hafa færst á færri hendur og byggðirnar kringum landið blæða og verslast upp. Í fréttum nú í vikunni kemur fram að framkvæmdastjóri samtaka veiðimanna á Grænlandi ,í viðtali við grænlenska útvarpið, varar sterklega við fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðastjórnunarkerfi landsins. Það muni leiða til ástands eins og á Íslandi þar sem nokkrir barónar eiga allan kvótann.  

 Togarar - eru þeir ekki óheppilegustu veiðitæki sem til eru þegar til langra reynslu er litið ? Þeir valda að öllum líkindum stórskaða á botninum og lífríkinu auk þess sem þeir velja úr burðarfiskinn í stofninum.  Einn togari kostar um tvo milljarða króna svona að meðaltali. Það þarf æði mörg þorsktonn til að borga þau kaup...þau verðmæti fara ekki í annað. Orkueyðsla / þorsktonn ? líklega mjög mikil . Stjórnun fiskveiða , er það heppilegt að vera með sérstakan sjávarútvegsráðherra sem er yfirvald yfir Hafró og í mjög nánum tengslum við hagsmunaaðila, einkum togaraútgerðamenn ? Er þetta fyrirkomulag traustvekjandi.  Þarf ekki algjörlega að stokka þetta stjórnunarfyrirkomulag upp ?
Þarf ekki að stórdraga úr vægi togara í veiðiskapnum og koma þeim út fyrir 50 sjómílurnar. Stórauka vægi línuveiða sem eru vistvænstu veiðarfæri sem völ er á og auka veiðiheimildir fyrir þau veiðarfæri og að heimila að allur meðafli komi á land. Draga stórlega úr loðnuveiðum.  Mjög líklegt er að áhrifa af þessari breytingu færi að gæta mjög fljótt og aflamörk gætu farið í 300.000 tonn /þorski innan ekki svo margra ára..og það sem meira er . að sjávarbyggðirnar færu að rétta úr kútnum sem aldrei fyrr. Mannlífið færi að blómstra.

Er ekki orðið tímabært að skoða þessi mál í heild sinni einsog gert er ráð fyrir í stjórnarstefnu Þingvallastjórnarinnar ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband