Skattlagning og áhrif gróðurhúsalofttegunda

Á vefriti fjármálaráðuneytisins (fjármálaráðherra) er frá því skýrt að endurskoðun á allri skattlagningu á ökutæki og eldsneyti standi yfir hér á landi með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka hlut vitsvænna ökutækja og jafnframt kemur fram að sambærileg endurskoðun og breytingar á skattlagningu ökutækja og eldsneytis fari nú fram ,víða

 Hart barist fyrir tilverunni

P6280007

 Bent er á að umferð ökutækja veldur ýmsum kostnaði sem notandinn verður ekki var við nema endrum og sinnum. Umferð valdi mengun og hávaða auk þess sem samfélagið taki á sig ýmsan kostnað við slys og óhöpp sem verða á vegunum.

Það er ljóst að kostnaður samfélagsins við  þessa sívaxandi ökutækjaeign okkar og  stórfellda aukningu á stærð og orkueyðslu þess bílaflota sem bæst hefur við á allra síðustu árum , er gífurlegur.

Kröfur um stóraukin umferðarmannvirki, til að greiða leið þessara 270.000 ökutækja sem teljum okkur brýna nauðsyn á að eiga og nota , eru tröllvaxnar í kostnaði.

Það er því tekið undir með fjármálaráðherra , "á skal að ósi stemma."

Heill fylgi fjármálaráðherra við framkvæmd þessa mjög svo brýna máls ...hann hefur  allan minn stuðning til að fullnusta verkið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband