1.10.2007 | 21:59
" Móðuharðindi " og fiskveiðistjórnunarkerfið
Sannarlega djúp hugvekja hjá forseta Íslands við þingsetningu Alþingis í dag 1.október 2007. Það þarf að fara allt aftur til móðuharðindanna við lok 18. aldar til að jafna saman sem þá gat gerst og síðan hvað nú getur gerst með byggð í landinu og er þó eins ólíku saman að jafna með orsakir og frekast er. Þessi fiskveiðistjórnunarmál okkar eru smá saman að leggja sjávarbyggðirnar umhverfis landið í auðn.
Dritvík, ein stærsta verstöð landsins um aldir
Nú er þar daufleg vist
Þegar þessi fiskveiðikvóti var settur á held ég að það hafi verði öllum fjarri í hugsun að afleiðing þessa gjörnings yrði búin að koma landsbyggðinni í þá stöðu sem við öllum blasir...hrun í sjávarbyggðunum eftir aðeins 21 árs " fiskveiðistjórnun " Lagt var upp með að afli myndi stóraukast í kjölfar þessa kvótasetningar og að um land allt nyti þjóðin ávaxtanna. Þvílík öfugþróun. Framsal veiðiheimilda gjörbreytti öllu málinu. Veiðiheimildir færast á færri og færri aðila . Einn kvótaeigandi getur (og gerir) selt allar veiðiheimildir sem eru staðsettar í viðkomandi sjávarplássi..eitthvað burt að eigin geðþótta. Fólkið sem byggir sjávarplássið ræður engu..það er í raun öreigalýður.
Grundarfjörður .. á hann framtíð ?
Viljum við að þessi þróun haldi áfram ? Að sjávarbyggðirnar um land allt leggist í auðn ?...ljóst er að verði ekki stórbreyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu...þá verður þetta raunin. Er ekki raunhæfast að nota þessa niðursveiflu sem nú er á þorskveiðitakmörkunum og stokka þessi mál alveg uppá nýtt frá grunni ?
Ólafsvík .. hversu lengi ?
Það mætti t.d byrja á því að koma togurunum út fyrir 50 sjómílnamörkin við landið og heimila aðeins línuveiðar innan þeirra og þá frá öllum sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið..og auka þar veiðiheimildir frá því sem nú er . Mér finnst enginn vafi á að skaðsemisáhrif allra þessara togara skarkandi á viðkvæmum botninum með sífellt stærri og þyngri veiðarfæri knúin áfram af síauknu vélarafli , séu alveg gríðarleg. Þetta eru sem jarðýtur á sjávarbotninum.
Ef við eyðileggjum möguleika sjávarbyggðanna og reyndar einnig til sveita þannig að þær leggist að mestu af, hvað er þá eftir af þessari þjóð..? Viðskiptablokkirnar á Reykjavíkursvæðinu ...er það gæfuleg þróun ?
Stykkishólmur, verður þar bara ferða-
þjónusta yfir sumarið ?
Nú er komin til valda ný og fersk ríkisstjórn með stjórnarsáttmála í farteskinu sem kveður á um endurskoðun á fiskveiðistjórnunarmálum þjóðarinnar.
Vonandi lætur hún að sér kveða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.10.2007 kl. 00:02 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sævar!Ekki fannst mér orð leiðangurstjóra um borð í Árna Friðriks í fréttum í gærkveldi boða nokkura"þíðu"í þessari stokkfrosnu"stofnun sem Hafró er.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 12:48
Fari stjórnvöld í alvöru uppstokkun á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi eins og það leggur sig þá hlýtur hlutverk Hafró að taka miklum breytingum . Ágætt hlutverk þeirrar stofnunnar gæti orðið á sviði hafrannsókna.. Fiskifræðin og allt að henni lútandi þar með talin ráðgjöf við nýtingu fiskistofnanna yrði að mínu mati best fyrir komið á vegum Háskóla Ísl. og félli undir Umhverfisráðuneytið, en Hafró gæti þess vegna verið áfram undir Sjávarútvegsráðuneyti. Að æðsti yfirmaður Hafró sé sjávarútvegsráðherra sem jafnframt er verndarengill togaraútgerðarinnar fyrst og fremst, er að mínu mati afar göróttur kokteill. Á síldarárunum miklu frá 1961-1967 voru fiskifræðingar nánast átrúnaðargoð sjómanna. og útgerðarmanna. Þeim gekk svo vel að finna síldina og ekki síst að gera góðar veiðispár. Árið 1966 spáðu fiskifræðingarnir því að síldveiðar gætu haldi áfram í óbreyttri mynd í allt að 10 ár til viðbótar. Í stuttu máli , á nokkrum vikum sumarið 1967 var lokið við að veiða síðustu síldina ...búið spil. Þetta var nú öll fræðimennskan í þátíð. Eins og hann Kristinn Pétursson hefur bent á er fæðukostur þorksins mjög vanmetinn og grisjunarþörf við þannig aðstæður mjög ríkar. Einnig stingur í augun þessi gífurlega loðnuveiði ..á fæðu sem er þorskinum afar miklivæg.
Veiðar á þorski í Barentshafi hafa um 10 ára skeið verið milli 200-300 % umfram veiðiráðgjöf..og ennþá er mokveiði ...
Kvótakerfið sjálft er síðan alveg sér mál.
Það sýnist að kominn sé tími á algörauppstokkun á okkar fiskveiðum.
Kveðja
Sævar Helgason, 2.10.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.