Sigur borgarstjórnar Reykjavíkur.

Það er mikill styrkleiki fólginn í því fyrir Reykjarvíkurborg að þverpólitískur einhugur skuli vera að baki þeirri ákvörðun að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy.

Allt er þetta "samrunaferli" með ólíkindum og sú ofurkeyrsla á að koma gerningnum í gegn á ógnarhraða, nánast í skjóli nætur - var lítið traustvekjandi, enda hefur komið í ljós að hinir og þessir endar á gerningnum voru ýmist lausir eða með miklum losarabrag , flest meira og minna ófrágengið.

Stjórn Geysis Green Energy er öll í uppnámi , eftir fréttum að dæma, og heimtar að þessi "samningur" verði virtur . Þeir horfa væntanlega á eftir feitum og vænum bita, sem greinilega átti að veita þeim undirtökin í yfirráðum á orkuauðlindum okkar og mikil auðævi.

Auðvitað eigum við að stefna í víking með okkar yfirburða þekkingu á sviði jarðvarmanýtingu - það verður bara að gerast á heilbrigðum grunni og  vandlega útfærðum  og að orkulindir okkar verði áfram og alltaf í okkar samfélagslegu eigu, þessari þjóð til heilla .

Ég er stoltur á Borgarstjórn Reykjavíkur, til hamingju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Ég er sammala þér Sævar

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.11.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband