4.11.2007 | 22:04
Rjúpnaveiðar í skammdeginu.
Nú eru rjúpnaveiðar hafnar tveimur vikum síðar en venjulegt er. Ljóst er að rjúpnastofninn er í lægð núna sem stendur.
Ekki virðast veiðar þó hafa úrslitaáhrif á þessa niðursveiflu í stofninum. Í ein 6-7 ár hefur algjör friðun á rjúpu verið á öllu suðvestur horni landsins þ.e frá Þingvallavatni um Ölfusá og allur Reykjanesskaginn í vestur
Ekki er merkjanlegt að sú friðun hafi haft nokkur áhrif- það er sama fækkun rjúpna þar. Við sem göngum mikið um þetta landsvæði verðum þessa vel vör.
Að byrja rjúpnaveiðar í byrjun nóvember og til mánaðarmóta nóv-des. er þó rjúpunni til verndar gagnvart áhrifum veiðanna. Dagsbirtan varir skemur og vetrarveður farin að gera mjög vart við sig.
Þetta verðum, við sem göngum stöku sinnum til rjúpna ,vel varir við - vetrarríki er til fjalla og á fjallvegum eru snjóþæfingar og geri hláku breytast vegslóðar í aursvað. Björgunarsveitir í Árnessýslu hafa ekki farið varhluta af ástandinu- sækja hefur þurft bíla og menn í verulegum mæli það sem af er tímabilinu. Allur meirihluti veiðimanna gætir þó varúðar og er til fyrirmyndar.
Með þessum friðunaraðgerðum undanfarin ár hefur orðið mikil hugarfarsbreyting til hins betra í þessum veiðiskap- svokallaðar magnveiðar eru liðin tíð og ljóst að menn almennt gæta meira hófs en áður var - enginn stærir sig lengur af mikilli veiði, þær sögur eru horfnar.
Þessar friðunarráðstafanir undanfarin ár hafa því leitt til betri umgengni við veiðarnar og er það vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.