Stefnubreyting í raforkusölu Landsvirkjunar

‘I fréttatilkynningu frá Landsvirkjun sem birt var í dag 09.11.2007 kemur fram veruleg stefnubreyting varðandi sölu á raforku til stórnotenda. Álver séu ekki lengur vænlegur kostur til orkusölu utan þess að álver sem fyrir eru í landinu fá hugsanlega að kaupa viðbótarorku.

Helst er nefnd orkusala fyrir kísilvinnslu, hreinsun kísils fyrir sólarrafala og rekstur netþjónabúa enda greiði slíkir notendur hærra raforkuverð, eins og segir í þessari frétt Landsvirkjunar.

 Kárahnjúkaverkefnið verður að öllum líkindum afar magur biti fyrir Landsvirkjun ef ekki þungur baggi til langrar framtíðar.

 Í fréttum í gær kom fram að það verkefnið sé þegar komið nokkrum milljörðum kr. fram úr kostnaðaráætlun og verulegt verk eftir svo og sennilega feitir bakreikningar frá jarðgangnahluta verksins sem Impregilo hefur með höndum.

 Það er bráðnauðsynlegt að hafa ekki öll orkueggin í sömu álverskörfunni- það verður að dreifa orkusölunni á fleiri körfur.  Nú eigum við afargóða möguleika á að fá bæði mun hærra verð og góða dreifingu.

 Það ber að fagna þessari mikilvægu stefnumörkun Landsvirkjunar- en það verður einnig að ríkja sæmileg sátt um okkar virkjanakosti . Okkar náttúra verður einnig sífellt verðmætari.

Frá Langasjó-náttúruparadís sem búið 

er að friðlýsa gagnvart virkjunum 

P1010023

 

 

 

 

 

 Það eru greinilega spennandi tímar framundan- en það verður að flýta sér hægt- sporin frá Kárahnjúkum hræða..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband