Hvalir útaf Hafnarfirði á jólaföstu

Hafnarfjörður og hvalir, ekki er það nú eitthvað sem er þetta venjulega þegar hvort um sig kemur upp í hugann. Þó er það nú svo að hvalir eru ekki ýkja fjarri bænum í hrauninu.

Frá Óttastaðavör í Hvassahrauni,                                                                                                               sunnan Hafnarfjarðar
P1010002

Þessu fékk ég að kynnast  nú í aðdraganda jólaföstunnar .

Ég skrapp í smá róður á bátshorninu mínu fyrir síðustu helgi . Logn , frost um -2 °C og veðurútlit gott.

Ég réri hér út á hefðbundin ýsumið sem ég þekki afar vel, svona um 11/2 sjóm. vestan við Straumsvíkina og á 30 m djúpan kant sem alltaf hefur gefið vel af sér hvað ýsuna varðar og ekki margir dagar síðan ég setti í góðan afla .

Nú brá svo við að það er alger ördeyða og á mínum litla dýptar og fisksjáglugga kom bara einn og einn fiskur á stangli- og langt á milli- þó koma fram þéttar lóðningar sem benda til annað hvort síldar eða smásíla.

Stöku sinnum kemur upp á yfirborðið svona ólga sem mér finnst all undarleg - en hvað um það ég ákveð eftir svona 1 klst skak að stíma bara í land sem ég og geri.

Þá fer nú heldur betur að koma líf í sjóinn - 2-3 hrefnur fara að bylta sér allt í kringum bátinn (og mig)  og eru þær að þessu í nokkurn tíma - skemmtilegar skepnur og fara með friði ef ekki er verið að hrekkja þær.

Allt gekk þetta nú vel hjá mér á landstíminu.

En eftir á að hyggja þá er ljóst að hrefnurnar hafa verið samtímis mér á veiðislóðinni og þessi ólga sem kom öðruhverju upp í sjónum við bátinn hefur verið frá sporðaköstunum í djúpinu - þær hafa hreinsað svæðið af fiski það er alveg ljóst og svona í lokin hafa þær hent hið mesta gaman af fiskimanninum sem stímdi í land - aflalaus..þannig að hvalurinn er ansi drjúgur við fæðuöflunina og þarf mikið.

 Sólin er orðin lágt á lofti og lífríkið býr                                                                                          
     sig undir svartasta skammdegið
                                                                                           

P1010005

 

 

 

Ekki er það nú venjulegt að hvalir séu svona lengi fram eftir vetri við landið- það er kannski tákn um  loftslagsbreytingarnar , hlýnun sjávar og þar með breytingar á öllu lífríkinu að við upplifum hvali hér  inni á Hafnarfirði um jólaleytið 

Góða skemmtun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband