Mbl og nýja stjórnmálakynslóðin

Það var athyglisvert að lesa Reykjavíkurbréf  mbl. í dag 6.01.2008.  Það er mikil vanlíðan á ritstjórn mbl. vegna þess að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru saman ráðandi í ríkisstjórn og að Sjálfstæðisflokkur er utan meirihluta í Reykjavík.

Og höfuðástæðan virðist vera að í ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkur ekki lengur neinn sérstakur burðarás og drottnandi eins og verið hefur í áratugi... það eru breyttir tímar.

Þetta veldur mbl. miklum áhyggjum...er veröldin að taka breytingum ..hvar eru gömlu góðu tímarnir þegar allt lék í lyndi og Sjálfstæðisflokkur deildi og drottnaði ?

Nú er hvatt til að Sjálfstæðisflokkur og VG sprengi núverandi meirihluta í Reykjavík og snúi þannig tímanum við til hinna gömlu góðu daga .

Stór og voldugur Sjálfstæðisflokkur með smáflokk sér við hlið og í framhaldinu verði samskonar hallarbylting á Alþingi.

Og síðan verði hið hefðbundna..sá stóri éti þann litla og áfram verði deilt og drottnað.

Er ekki  tímabært að mbl. endurskoði sýn sína á hið gerbreytta stjórnmála landslag.Gamli tíminn er liðinn og verður ekki endurvakinn...ný kynslóð hefur haslað sér völl og er að móta stjórnmálalífið...gömul og úrsérgengin úrræði eiga þangað ekkert erindi.   Þetta skilja a.m.k Geir forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra mæta vel og sigla bæði góðan byr... hvað annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband