Fiskveiðar og mannréttindabrot

Þá er mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna búin að segja sitt álit á þessu kvótakerfi sem er við líði hér á Íslandi... og þetta er  mannréttindabrjótandi kerfi ,segir nefndin.

LÍU formaðurinn vill enga endurskoðun á kerfinu ..menn séu búnir að fjárfesta í kvótaeign og því ekki hægt að snúa ofanaf  þessum mannréttindabrotum núna og á þá væntanlega við að hér verði brotin mannréttindi dag hvern um land allt í þágu LÍÚ aðila.  

Hvernig varð þessi kvótaeign til ?  Fyrir um 23 árum þótti sýnt að fiskveiðifloti landsmanna væri orðinn alltof stór og að ofveiði væri fyrirsjáanleg á okkar helstu nytjastofnum yrði ekki settur einhver hemill á veiðarnar... lausnin var aflamark /skip og var miðað við hlutfall af 3ja ára veiðireynslu. Eigandi skipsins fékk aflaheimildina..fiskimenn á skipunum fengu ekki neitt.

Heimilt aflamark var ekki til eignar heldur til að veiða tiltekið aflahámark/ár...ekkert slæmt það ,í bili  Síðan fara útgerðarmenn að færa þessa aflaheimild sem eign í bókhaldi og það gengur Hæstaréttardómur í þeirri aðferðarfræði útgerðinni í vil . Þar með geta kvóta "eigendur" slegið lán út á óveiddan fiskinn í sjónum .

Og áfram er haldið .. menn vilja geta fært þessar aflaheimildir milli skipa og byggðalaga og sala aflaheimilda hefst milli kvótarétthafa ... Stærsta rán Íslandssögunnar var orðin staðreynd. Sameign þjóðarinnar er komin í hendur þeirra sem í upphafi fengu aðeins heimild til veiða á tilteknu aflahámarki og stórfellt brask hefst með þessar aflaheimildir milljarðar á milljarð ofan ganga kaupum og sölum í aflakvóta milli manna .

Og nú er svo komið að enginn má draga fisk, hverrar tegundar sem er úr sjó nema þessir fáu útvöldu sem sölsað hafa undir sig þessar aflaheimildir. Þó er ein undantekning..hver Íslendingur má veiða fisk til eigin neyslu á einn öngul- það eru öll réttindin. Og ekki virðist hagræðingin af öllu bröltinu hafa verið mikil ef marka má skuldasúpu útgerðarinnar, en hún er í dag um 300 milljarðar ísl kr.

Hagkvæmin er þvílík að af hverjum 10 veiddum fiskum á togara fara 8 þeirra í kostnað. En allavega geta stór kvóta "eigendur" keypt sér stór bílaumboð og fl. þrátt fyrir þessi blankheit sem skuldasúpan gefur tilefni til.

Og hvernig er svo reynslan af þessari kvótasetningu sem átti að stórauka afla og viðhalda miklum afrakstri á Íslandsmiðum ?  Það er fljótt sagt...hrun á þorskstofninum og ekkert útlit fyrir batnandi ástandi..sjávarbyggðirnar sem áttu að styrkjast gríðarlega , þeim blæðir og sumum blæðir út.

Aðgangur að fiskimiðunum er harðlæstur öllum öðrum en þeim sem hafa sölsað undir sig aðgangi að fiskinum með ofangreindum hætti...og nú hafa stjórnvöld fengið álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í hendur.

Síðan má spyrja sig , hefur þessum kvóta "eigendum " verið treystandi fyrir þessum auðæfum þjóðarinnar ?

Ef tengsl skuttogaravæðingarinnar og með sífellt stækkuð veiðarfæri samfara síauknu vélarafli  og sí minnkandi afli á Íslandsmiðum er borið saman  ...þá kemur fram nokkuð merkileg kúrfa. Með vaxandi veiðarfæraþunga og vélaafli hrynur afrakstur sjávarins.

Við lok síðutogaraútgerðar voru toghlerar fyrir trollið rúm 3000 kg á þyngd- á skuttogara í dag eru toghlerar um 15000 kg. auk þess sem víðátta trollsins hefur margfaldast. Að vera með þessar risa"jarðýtur" á sjávarbotninum dag eftir dag áratugum saman á veiðislóðum getur engu lífi verið til framdráttar...lífríkið hlýtur að vera meira og minna í rúst eftir svona meðferð. 

Eitt er alveg ljóst þetta kvótakerfi sem sett var á fyrir 23 árum er í rúst.

Nú er þess beðið að ábyrgir stjórnmálamenn  leiði þjóðina til betri vegar..Sameinuðu þjóðirnar hafa talað.

Þetta er svona það sem mér finnst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband