Veikur meirihluti í Reykjavík

Það var upplifun að horfa á beina útsendingu frá nýjustu hallarbyltingunni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hinn nýji meirihluti sem þessa stundina fer með valdasprotann í borginni virkaði afar þreytulegur og líflaus alveg ofvent við fráfarandi meirihluta sem geislaði af lífi, krafti og hugsjónum.  

Og ekki virðist tjaldað til margra nátta í þessum nýja meirihluta- varamaður (kona) verðandi borgarstjóra  styður ekki gerninginn og lýsir því yfir að hún felli núverandi meirihluta við fyrsta tækifæri.

Það verður lítið svigrúm hjá verðandi borgarstjóra varðandi frí ,að ekki sé talað um önnur forföll .

Það virðist því ekki mikill styrkleiki vera við stjórnvölinn í höfuðborginni eftir þessa hallarbyltingu og væntanlega mun Reykjavíkurborg líða mjög fyrir það ef eitthvað framhald verður á þessum gerningi.

Svo er það stóra spurningin hvort afleiðing þessarar hallarbyltingar leiði til víðtæks samstarfs eða sameiningar þeirra stjórnmálaafla sem eru utan Sjálfstæðisflokks ..oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.  Kannski eru stórtíðindi í farvatninu ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband